Hafa landað fleiri en 60 langreyðum

Hvalur níu kemur til hafnar í Hvalfirði.
Hvalur níu kemur til hafnar í Hvalfirði. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Eitt af þekktustu hvalveiðiskipum landsins, Hvalur 9 RE, kom til hafnar í Hvalfirði í gær með vænan hval. Að lokinni löndun hélt skipið á miðin á ný. Ásamt Hval 8 RE hefur skipið skilað töluverðum afla til vinnslu í hvalstöðinni.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Á yfirstandandi vertíð, til og með 1. ágúst, hefur Fiskistofu verið tilkynnt um veiði og löndun á 60 dýrum og eru það allt langreyðar. Samkvæmt svari Fiskistofu er stærð dýranna á bilinu 52 til 69 fet, eða tæplega 16 til 21 metri. Þá hefur öllum dýrum sem komið hefur verið með að landi verið landað í Hvalfirði, en Hvalur hf. er eina útgerðin sem er á hvalveiðum.

Vel á annað hundrað störf skapast í kringum hvalveiðarnar en engar veiðar voru stundaðar árin 2018 til 2021. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir að í ár megi veiða 161 langreyði á veiðisvæðinu Austur-Grænland/Vestur-Ísland og 48 langreyðar á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar, alls 209 hvali. Við þetta bætast heimildir fyrir 42 hvali frá síðasta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.5.24 413,22 kr/kg
Þorskur, slægður 5.5.24 531,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.5.24 212,47 kr/kg
Ýsa, slægð 5.5.24 145,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.5.24 156,26 kr/kg
Ufsi, slægður 5.5.24 192,08 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 5.5.24 159,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.5.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 11.364 kg
Steinbítur 1.891 kg
Hlýri 377 kg
Ýsa 333 kg
Langa 97 kg
Skarkoli 66 kg
Ufsi 44 kg
Keila 32 kg
Karfi 30 kg
Samtals 14.234 kg
5.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 3.003 kg
Samtals 3.003 kg
5.5.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 7.440 kg
Ýsa 1.321 kg
Steinbítur 367 kg
Skarkoli 9 kg
Karfi 1 kg
Samtals 9.138 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.5.24 413,22 kr/kg
Þorskur, slægður 5.5.24 531,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.5.24 212,47 kr/kg
Ýsa, slægð 5.5.24 145,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.5.24 156,26 kr/kg
Ufsi, slægður 5.5.24 192,08 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 5.5.24 159,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.5.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 11.364 kg
Steinbítur 1.891 kg
Hlýri 377 kg
Ýsa 333 kg
Langa 97 kg
Skarkoli 66 kg
Ufsi 44 kg
Keila 32 kg
Karfi 30 kg
Samtals 14.234 kg
5.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 3.003 kg
Samtals 3.003 kg
5.5.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 7.440 kg
Ýsa 1.321 kg
Steinbítur 367 kg
Skarkoli 9 kg
Karfi 1 kg
Samtals 9.138 kg

Skoða allar landanir »