„Þetta var stundum stórhættulegt“

Eyjólfur Einarsson fór í fyrsta túrinn 1958, aðeins sautján ára.
Eyjólfur Einarsson fór í fyrsta túrinn 1958, aðeins sautján ára. mbl.is/Hákon Pálsson

Sumarið 1958 fór Eyjólfur Einarsson myndlistarmaður í sinn fyrsta túr sem háseti á síldarveiðiskipinu Birni Jónssyni. Var hann með kassamyndavél meðferðis og tók fjölda mynda af túrnum. Í tilefni af ljósmyndakeppni sjómannadagsblaðs 200 mílna í júní sendi Eyjólfur mynd í keppnina og þó hún hafi ekki unnið til verðlauna er hún meðal þeirra sem vöktu mesta eftirtekt. Myndina tók hann í júlímánuði þegar Björn Jónsson var á Grímseyjarsundi.

„Ég var þarna ungur á síldarbát frá Reykjavík,“ segir Eyjólfur er blaðamaður biður hann um að rifja upp sögu myndarinnar. „Þetta var sumarið 1958 og ég varð átján ára um borð og þetta var skipið Björn Jónsson, með sautján manna áhöfn. Sveinn Benediktsson, bróðir Bjarna Ben, rak þessa útgerð. Þetta var fyrsti túrinn hjá mér.“

Glannalegir

Eins og sést á myndinni sem Eyjólfur sendi, hallar Björn Jónsson allverulega og sjórinn skvettist rækilega yfir rekkverk skipsins og á borðstokkinn. Spurður hvað sé að gerast á myndinni, útskýrir hann: „Þarna er annar af tveimur nótabátum. Nótin var geymd í þessum bátum, helmingurinn í hvorum bát. Svo þegar við urðum varir við síldartorfur var bátunum fýrað niður, áhöfnin fór um borð og svo var kastað í hring. Þetta voru kallaðar hringnætur.“

Síldarskipið Björn Jónsson var á Grímseyjarsundi þegar Eyjólfur tók mynd …
Síldarskipið Björn Jónsson var á Grímseyjarsundi þegar Eyjólfur tók mynd af því þegar skipið leggst á hliðina. Nótabátarnir voru mjög þungir. Ljósmynd/Eyjólfur Einarsson

Hann segir hins vegar ekki hættulaust að stunda veiðar með þessum hætti. „Að vera með svona þunga báta uppi, þetta var stundum stórhættulegt. Þeir voru dálítið glannalegir í brælu. Ef það kom hliðaralda lagðist skipið á hliðina og þá lá skipið oft bara á bátunum,“ segir Eyjólfur og hlær. „Þetta voru bara eins og flotholt. Það mátti ekkert út af bera. Þetta gæti allt farið á hliðina. Það gat orðið helvíti hættulegt, eins og sést á myndinni. Ef báturinn hefði húkkast upp úr beygjunum sem báturinn hangir í hefði báturinn getað farið niður og skipið á hvolf.

Ég man þegar við vorum einu sinni á Siglufirði, vorum hættir og að undirbúa okkur undir siglingu heim til Reykjavíkur, þá misstum við annan bátinn niður á ytri höfnina og skipið lagðist á hliðina. Þá bara fýruðum við niður hinum bátnum til að ná jafnvægi.“

Þrælvanur

Eyjólfur telur þetta hafa verið næstsíðasta sumar sem bátar af þessari tegund voru notaðir. „Flestir voru komnir með stóran nótabát og drógu bara á eftir sér. Þetta sumar voru einn eða tveir komnir með kraftblökk. Kraftblökkin var að koma þarna næstu tvö sumur og þá voru næstum allir komnir með hana.“

Að þessu umrædda sumri lauk þó ekki sjómannsferli Eyjólfs en hann var yfir veturinn í skóla og á sjó á sumrin. „Ég var skólastrákur og upp úr tvítugu fór ég í listaakademíuna í Kaupmannahöfn og kom alltaf heim á sumrin og var þá oft á togurum. Svo þegar ég kom heim eftir námsdvölina úti var ég næstu tíu árin mikið á sjó hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, mest á síðutogurum. Var yfirleitt á veturna, vildi hafa sumarið til að vinna að myndlistinni. Ég var þrælvanur sjómaður,“ segir Eyjólfur að lokum og hlær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka