„Höfum aldrei þurft að sigla svona langt“

Baldur Marteinn Einarsson, útgerðarstjóri Eskju, telur allt benda til þess …
Baldur Marteinn Einarsson, útgerðarstjóri Eskju, telur allt benda til þess að íslensku skipin ná ekki að veiða þann makrílkvóta sem þeim hefur verið úthlutað. Ljósmynd/Eskja

„Þetta er frekar upp og ofan eins og þetta er búið að vera undanfarið. Það er eiginlega ekki búin að vera nein veiði,“ svarar Baldur Marteinn Einarsson, útgerðarstjóri Eskju, er hann er spurður um gang makrílveiðanna. Skipin hafa aldrei þurft að sigla eins langt og olían aldrei verið jafn dýr.

Íslensku skipin hafa aðeins borið 66 þúsund tonn að landi af þeim 148 þúsund tonnum sem þau hafa heimild til að veiða.

„Það kom skot um daginn, í kringum verslunarmannahelgi. Við náðum góðum afla þá en bæði fyrir og eftir er þetta búið að vera ansi aumt. Það er líka mikil síld þarna norðarlega,“ segir Baldur.

Göngur makrílsins hafa færst stöðugt fjær landinu og vegna þess að ekki liggur fyrir samkomulag milli strandríkjanna um skiptingu hlutdeildar í makrílstofninum er íslensku skipunum óheimilt að veiða í lögsögu annarra ríkja. Skipin eru því háð því að stunda sínar veiðar á alþjóðlegu hafsvæði í Smugunni.

„Það er búið að sigla alla Smuguna fram og til baka. Færeyingarnir fóru alveg norður á 75. [breiddargráðu] og tóku þar hring og héldu svo suður aftur. Nú eru allir á suðurleið og einhverjir búnir að kasta í von um að það sé eitthvað við norsku línuna. Þetta er búið að vera alveg skelfilegt. Við missum alltaf fiskinn undan okkur inn að Jan Mayen eða í norsku lögsöguna,“ útskýrir Baldur.

Sífellt styttri vertíð

„Eins og þessar makrílveiðar hafa verið undanfarin ár hafa þessi tímabil alltaf verið að styttast. Jafnvel í báða enda; byrjar alltaf seinna og klárast fyrr. Þetta er búið að vera svona alveg frá því ég byrjaði 2011 og 2012, þá var byrjað í maí og veitt fram í október en núna er þetta frá júlí og stendur kannski rétt út ágúst,“ segir hann.

Lýsing Baldurs er í samræmi við hafrannsóknir sem sýna að göngur makrílsins hafa breyst. Vísindamenn vita þó ekki hvað skýrir breytta göngu tegundarinnar, en niðurstöður uppsjávarleiðangurs Hafrannsóknastofnunar í fyrra sýndu að hitastig sjávar og magn átu umhverfis Ísland var mjög hagstætt fyrir makríl.

Ekki nóg með að makríllinn finnist í litlu magni heldur bætist við sá vandi að hann er eins og fyrr segir sífællt fjær Íslandi og þurfa skipin því að sigla langt til að komast á miðin. Kemur það samhliða miklum verðhækkunum á eldsneyti. „Þetta er ekki sérlega góð staða. Olían búin að vera í sögulegu hámarki. Það væri auðvitað betra ef það væri einhver veiði og ekki stöðugur rúntur. Við höfum heldur aldrei þurft að sigla svona langt og höfum aldrei farið eins norðarlega og núna. Þetta eru um 600 mílur hvora leið. Þetta er ekki gott.“

Reyna að ná 85%

Spurður hvort eitthvað bendi til þess að takist að ná þeim makrílkvóta sem hefur verið úthlutað svarar Baldur afdráttarlaust: „Ég held að það séu allar líkur á því að þetta klárist ekki, jafnvel bjartsýnustu menn trúa því ekki að hægt verði að ná þessu öllu.“ Hann segir forsendurnar einfaldlega ekki fyrir hendi og telur nú flesta gera allt í sínu valdi til að ná að minnsta kosti 85% af úthlutuðum heimildum þar sem aðeins sé heimilt að færa 15% milli makrílvertíða.

Í fyrra báðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi um að veitt yrði heimild til þess að flytja allt að 30%, en fyrri heimild til flutnings allt að 10% var aukin í 15%. Féllu því niður 10 þúsund tonn af ónýttum heimildum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.11.24 601,71 kr/kg
Þorskur, slægður 18.11.24 505,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.11.24 437,65 kr/kg
Ýsa, slægð 18.11.24 413,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.11.24 360,88 kr/kg
Ufsi, slægður 18.11.24 291,83 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.11.24 404,09 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 215 kg
Ýsa 81 kg
Steinbítur 21 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 327 kg
18.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Þorskur 434 kg
Ýsa 433 kg
Skarkoli 152 kg
Sandkoli 15 kg
Þykkvalúra 9 kg
Samtals 1.043 kg
18.11.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 172 kg
Langlúra 77 kg
Þorskur 58 kg
Karfi 28 kg
Skarkoli 14 kg
Sandkoli 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 356 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.11.24 601,71 kr/kg
Þorskur, slægður 18.11.24 505,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.11.24 437,65 kr/kg
Ýsa, slægð 18.11.24 413,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.11.24 360,88 kr/kg
Ufsi, slægður 18.11.24 291,83 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.11.24 404,09 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 215 kg
Ýsa 81 kg
Steinbítur 21 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 327 kg
18.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Þorskur 434 kg
Ýsa 433 kg
Skarkoli 152 kg
Sandkoli 15 kg
Þykkvalúra 9 kg
Samtals 1.043 kg
18.11.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 172 kg
Langlúra 77 kg
Þorskur 58 kg
Karfi 28 kg
Skarkoli 14 kg
Sandkoli 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 356 kg

Skoða allar landanir »