Steinþór Stefánsson
Svissnesku tökumennirnir, sem segjast vera frá Swiss National Broadcasting Corporation, hafa gefið skýrslu hjá lögreglunni á Akranesi um athæfi starfsmanna Hvals hf., þar sem þeir lögðu hald á dróna Svisslendinganna sem þeir notuðust við til að mynda hvalstöðina í Hvalfirði.
Ásmundur Kr. Ásmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir að málið sé til rannsóknar.
„Málið er bara í rannsókn hjá okkur. En áður en við förum út í einhverjar frekari aðgerðir þá köllum við eftir því að þeir skili drónanum, áður en við þurfum að fara í húsleitir,“ segir hann í samtali við mbl.is.
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að starfsmenn Hvals hafi neitað að skila drónanum til lögreglu þar sem þeir þurfa að hafa „einhver sönnunargögn“, en starfsmennirnir lögðu hald á drónann eftir að Svisslendingarnir höfðu að sögn starfsmannanna Hvals flogið honum í um 20 metra hæð yfir athafnasvæði Hvals.
Slíkt sé ólöglegt og hefur Hvalur kært málið til lögreglu.
Aðspurður segir Ásmundur það borðleggjandi að Hvalur þurfi að skila drónanum.
„Annars þurfum við að fara og sækja hann. Ef við vitum hvar hann er niðurkominn þá förum við og sækjum drónann, við fáum bara úrskurð,“ segir hann en ítrekar að málið sé til rannsóknar.
Í samtali sínu við Morgunblaðið sagði Kristján að hópurinn sem stýrði téðum dróna sé þó ekki svissneska ríkisútvarpið, sem heitir Swiss Broadcasting Corporation, heldur einkarekin svissnesk vefsíða sem nefnist Swiss National Broadcasting Corporation.
Ásmundur segir aftur á móti að hann haldi að tökumennirnir séu í raun frá svissneska ríkisútvarpinu. Um sé að ræða ríkisfjölmiðil.
„Ég get þó ekki fullyrt það. En það breytir því hins vegar ekki þó að um minni miðil sé að ræða, því að það er ekki í lagi að taka eitthvað tæki frá öðrum, alveg sama hversu verðmætt.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.1.25 | 591,17 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.1.25 | 586,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.1.25 | 338,94 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.1.25 | 319,88 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.1.25 | 263,82 kr/kg |
Ufsi, slægður | 9.1.25 | 274,10 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.1.25 | 230,78 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 7.684 kg |
Ýsa | 2.107 kg |
Langa | 53 kg |
Samtals | 9.844 kg |
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 8.433 kg |
Ýsa | 689 kg |
Steinbítur | 209 kg |
Karfi | 58 kg |
Langa | 14 kg |
Keila | 9 kg |
Sandkoli | 2 kg |
Skarkoli | 1 kg |
Samtals | 9.415 kg |
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Keila | 123 kg |
Þorskur | 118 kg |
Langa | 95 kg |
Ufsi | 28 kg |
Samtals | 364 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.1.25 | 591,17 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.1.25 | 586,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.1.25 | 338,94 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.1.25 | 319,88 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.1.25 | 263,82 kr/kg |
Ufsi, slægður | 9.1.25 | 274,10 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.1.25 | 230,78 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 7.684 kg |
Ýsa | 2.107 kg |
Langa | 53 kg |
Samtals | 9.844 kg |
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 8.433 kg |
Ýsa | 689 kg |
Steinbítur | 209 kg |
Karfi | 58 kg |
Langa | 14 kg |
Keila | 9 kg |
Sandkoli | 2 kg |
Skarkoli | 1 kg |
Samtals | 9.415 kg |
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Keila | 123 kg |
Þorskur | 118 kg |
Langa | 95 kg |
Ufsi | 28 kg |
Samtals | 364 kg |