Lögreglan hótar húsleit í hvalstöðinni

Frá hvalstöðinni í Hvalfirði. Lögreglan segir málið til rannsóknar.
Frá hvalstöðinni í Hvalfirði. Lögreglan segir málið til rannsóknar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svissnesku tökumennirnir, sem segjast vera frá Swiss National Broadcasting Corporation, hafa gefið skýrslu hjá lögreglunni á Akranesi um athæfi starfsmanna Hvals hf., þar sem þeir lögðu hald á dróna Svisslendinganna sem þeir notuðust við til að mynda hvalstöðina í Hvalfirði.

Ásmundur Kr. Ásmundsson, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi, seg­ir að málið sé til rann­sókn­ar.

„Málið er bara í rannsókn hjá okkur. En áður en við förum út í einhverjar frekari aðgerðir þá köllum við eftir því að þeir skili drónanum, áður en við þurfum að fara í húsleitir,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Horft yfir hvalstöðina úr lofti. Hvalur hefur kært málið til …
Horft yfir hvalstöðina úr lofti. Hvalur hefur kært málið til lögreglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skil Hvals á drónanum borðleggjandi

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að starfsmenn Hvals hafi neitað að skila drónanum til lögreglu þar sem þeir þurfa að hafa „einhver sönnunargögn“, en starfsmennirnir lögðu hald á drónann eftir að Svisslendingarnir höfðu að sögn starfsmannanna Hvals flogið honum í um 20 metra hæð yfir athafnasvæði Hvals.

Slíkt sé ólöglegt og hefur Hvalur kært málið til lögreglu.

Aðspurður segir Ásmundur það borðleggjandi að Hvalur þurfi að skila drónanum.

„Annars þurfum við að fara og sækja hann. Ef við vitum hvar hann er niðurkominn þá förum við og sækjum drónann, við fáum bara úrskurð,“ segir hann en ítrekar að málið sé til rannsóknar.

Ekki í lagi að taka frá öðrum

Í samtali sínu við Morgunblaðið sagði Kristján að hóp­ur­inn sem stýrði téðum dróna sé þó ekki sviss­neska rík­is­út­varpið, sem heit­ir Swiss Broa­dcasting Corporati­on, held­ur einka­rek­in sviss­nesk vefsíða sem nefnist Swiss Nati­onal Broa­dcasting Corporati­on.

Ásmundur segir aftur á móti að hann haldi að tökumennirnir séu í raun frá svissneska ríkisútvarpinu. Um sé að ræða ríkisfjölmiðil.

„Ég get þó ekki fullyrt það. En það breytir því hins vegar ekki þó að um minni miðil sé að ræða, því að það er ekki í lagi að taka eitthvað tæki frá öðrum, alveg sama hversu verðmætt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.24 543,10 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.24 302,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.24 348,33 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 95,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 593,78 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 1.229 kg
Ýsa 291 kg
Þorskur 103 kg
Samtals 1.623 kg
23.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.514 kg
Ýsa 874 kg
Keila 571 kg
Langa 558 kg
Steinbítur 320 kg
Hlýri 233 kg
Ufsi 117 kg
Karfi 18 kg
Samtals 12.205 kg
23.7.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.848 kg
Ufsi 83 kg
Samtals 2.931 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.24 543,10 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.24 302,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.24 348,33 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 95,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 593,78 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 1.229 kg
Ýsa 291 kg
Þorskur 103 kg
Samtals 1.623 kg
23.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.514 kg
Ýsa 874 kg
Keila 571 kg
Langa 558 kg
Steinbítur 320 kg
Hlýri 233 kg
Ufsi 117 kg
Karfi 18 kg
Samtals 12.205 kg
23.7.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.848 kg
Ufsi 83 kg
Samtals 2.931 kg

Skoða allar landanir »