Mokveiði á makríl sem stefnir í átt að Íslandi

Á makrílmiðunum í Smugunni.
Á makrílmiðunum í Smugunni. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Björn Steinbekk

Gang­ur mak­ríl­veiðanna hef­ur bæst til muna og er nú mjög góð veiði við hina svo­kölluðu ís­lensku línu í Smugunni, það er að segja við mörk­in að ís­lensku efna­hagslög­sög­unni. Þar eru nú fleiri ís­lensk skip ásamt fær­eysk­um, græn­lensk­um og rúss­nesk­um upp­sjáv­ar­skip­um.

Á vef Mar­in­eTraffic sést vel hvernig hóp­ur skipa veiða nú af miklu kappi á þessu svæði. Þetta er einnig merki­legt fyr­ir þær sak­ir að til þessa hef­ur þurft að sigla ríf­lega 600 míl­ur frá landi til að ná mak­ríln­um, en nú er hann aðeins í um 200 sjó­mílna fjar­lægð.

Um er að ræða tölu­verðan viðsnún­ing í veiðunum en hingað til hafa þær gengið held­ur illa.

Ólaf­ur Gunn­ar Guðna­son, stýri­maður á Berki NK, full­yrðir í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar að mokveiði sé á svæðinu um þess­ar mund­ir. Þar seg­ir jafn­framt að fisk­ur­inn sé „stór og fal­leg­ur“ og að hann gangi hratt í átt að ís­lensku lög­sög­unni. Börk­ur NK er á land­leið til Nes­kaupstaðar með um 1.600 tonn.

Fjöldi skipa eru nú á makrílveiðum við íslensku línuna í …
Fjöldi skipa eru nú á mak­ríl­veiðum við ís­lensku lín­una í Smugunni. Skjá­skot/​Mar­in­eTraffic

„Það er mokveiði núna um það bil 240 míl­ur frá landi. Þegar við kláruðum okk­ar síðasta hol átti fisk­ur­inn ein­ung­is 13 míl­ur eft­ir að ís­lensku lín­unni en hann fer 3-4 míl­ur á klukku­stund. Í síðasta hol­inu feng­um við 310 tonn eft­ir að hafa dregið í fimm og hálf­an tíma. Mak­ríll­inn sem veiðist núna er stór og fal­leg­ur. Þetta er 520-530 gramma fisk­ur en í hon­um er dá­lít­il áta. Það þarf svo­lítið að hafa fyr­ir því að ná mak­ríln­um þarna því hann er mjög stygg­ur, einkum á dag­inn,“ seg­ir Ólaf­ur Gunn­ar.

Í færsl­unni seg­ir að Beit­ir NK hafi komið til Nes­kaupstaðar með rúm þúsund tonn á laug­ar­dag, Barði NK, með um 1.200t­onn á sunnu­dag og Bjarni Ólafsosn AK til Fær­eyja með 900 tonn.

Þá hef­ur veiðin einnig bæst hjá Hof­felli sem er á land­leið með 1.300 tonn af mak­ríl. Fram kem­ur á vef Loðnu­vinnsl­unn­ar að veiðin hafi byrjað frem­ur hægt, en á síðustu 40 klukku­stund­un­um feng­ust þúsund tonn. Gert er ráð fyr­ir að skipið haldi til veiða á ný að lok­inni lönd­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,92 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg
28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 348,92 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.25 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 123 kg
Samtals 123 kg
28.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Ýsa 3.137 kg
Þorskur 2.648 kg
Langa 1.247 kg
Ufsi 138 kg
Keila 115 kg
Steinbítur 54 kg
Karfi 47 kg
Samtals 7.386 kg
28.3.25 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 844 kg
Ufsi 130 kg
Samtals 974 kg
28.3.25 Neisti HU 5 Þorskfisknet
Grásleppa 26 kg
Samtals 26 kg

Skoða allar landanir »