Mokveiði á makríl sem stefnir í átt að Íslandi

Á makrílmiðunum í Smugunni.
Á makrílmiðunum í Smugunni. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Björn Steinbekk

Gangur makrílveiðanna hefur bæst til muna og er nú mjög góð veiði við hina svokölluðu íslensku línu í Smugunni, það er að segja við mörkin að íslensku efnahagslögsögunni. Þar eru nú fleiri íslensk skip ásamt færeyskum, grænlenskum og rússneskum uppsjávarskipum.

Á vef MarineTraffic sést vel hvernig hópur skipa veiða nú af miklu kappi á þessu svæði. Þetta er einnig merkilegt fyrir þær sakir að til þessa hefur þurft að sigla ríflega 600 mílur frá landi til að ná makrílnum, en nú er hann aðeins í um 200 sjómílna fjarlægð.

Um er að ræða töluverðan viðsnúning í veiðunum en hingað til hafa þær gengið heldur illa.

Ólafur Gunnar Guðnason, stýrimaður á Berki NK, fullyrðir í færslu á vef Síldarvinnslunnar að mokveiði sé á svæðinu um þessar mundir. Þar segir jafnframt að fiskurinn sé „stór og fallegur“ og að hann gangi hratt í átt að íslensku lögsögunni. Börkur NK er á landleið til Neskaupstaðar með um 1.600 tonn.

Fjöldi skipa eru nú á makrílveiðum við íslensku línuna í …
Fjöldi skipa eru nú á makrílveiðum við íslensku línuna í Smugunni. Skjáskot/MarineTraffic

„Það er mokveiði núna um það bil 240 mílur frá landi. Þegar við kláruðum okkar síðasta hol átti fiskurinn einungis 13 mílur eftir að íslensku línunni en hann fer 3-4 mílur á klukkustund. Í síðasta holinu fengum við 310 tonn eftir að hafa dregið í fimm og hálfan tíma. Makríllinn sem veiðist núna er stór og fallegur. Þetta er 520-530 gramma fiskur en í honum er dálítil áta. Það þarf svolítið að hafa fyrir því að ná makrílnum þarna því hann er mjög styggur, einkum á daginn,“ segir Ólafur Gunnar.

Í færslunni segir að Beitir NK hafi komið til Neskaupstaðar með rúm þúsund tonn á laugardag, Barði NK, með um 1.200tonn á sunnudag og Bjarni Ólafsosn AK til Færeyja með 900 tonn.

Þá hefur veiðin einnig bæst hjá Hoffelli sem er á landleið með 1.300 tonn af makríl. Fram kemur á vef Loðnuvinnslunnar að veiðin hafi byrjað fremur hægt, en á síðustu 40 klukkustundunum fengust þúsund tonn. Gert er ráð fyrir að skipið haldi til veiða á ný að lokinni löndun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »