Síldarvinnslan vill reisa fóðurverksmiðju

Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi hér á alndi og …
Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi hér á alndi og stefnir í vöxt í landeldi á komandi árum. Síldarvinnslan sér tækifæri í fóðurframleiðslu hér á landi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað og BioMar Group,alþjóðlegur fóðurframleiðandi fyrir eldisiðnaðinn, hafa undirritað viljayfirlýsingu um byggingu fóðurverksmiðju á Íslandi. Markmiðið er að reisa hér á landi umhverfisvæna verksmiðju þar sem kolefnisspor er lágmarkað með notkun umhverfisvænnar orku.

Stefnt er að því að ljúka viðskiptaáætlunum og taka endanlega ákvörðun um verkefnið fyrir lok árs 2022 og framhaldinu verði hafist handa við byggingu verksmiðjunnar, að því er segir í tilkynningu sem birt hefur verið á vef Síldarvinnslunnar.

„Með verkefninu skapast tækifæri til að nýta framleiðslu Síldarvinnslunnar til fóðurgerðar með þeim aðferðum sem BioMar hefur þróað með ítarlegum rannsóknum. Framleiðsla BioMar er þekkt hér á landi en Laxá hefur flutt inn og dreift framleiðsluvörum BioMar um nokkurra ára skeið,“ segir í tilkynningunni.

Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Afurðir fyrirtækisins hafa um árabil verið …
Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Afurðir fyrirtækisins hafa um árabil verið nýttar erlendis í framleiðslku fóðurs fyrir fiskeldi, en nú er stefnt að því að nýta framleiðsluna hé rá landi í sama tilgangi. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Þá er vakin athygli á að fiskeldi hefur vaxið ört á undanförnum áratug og að stefni að frekari vexti, sérstaklega á sviði landeldis. „Ísland er kjörin staðsetning fyrir fóðurframleiðslu þar sem gott hráefni er til staðar og unnt að framleiða með hreinni grænni orku. Á sama tíma mun framleiðslan draga mjög úr þörfinni á að flytja fóður til landsins. Þetta verkefni mun hafa mjög jákvæð umhverfisleg áhrif. Bygging fóðurverksmiðju er mikilvægur þáttur í að auka samkeppnishæfni Íslands og eykur þekkingu okkar á undirstöðu fiskeldis sem byggir á góðu fóðri.“

Síldarvinnslan hefur á undanförnum misserum lagt aukna áherslu á fiskeldi og festi nýverið kaup á 34,2% hlut í eignarhaldsfélaginu Arctic Fish Holding, sem fer með alla hluti í laxeldisfélaginu Arctic Fish á Vestfjörðum. En félagið hefur frá 2002 verið meirihlutaeigandi í fóðurverksmiðjunni Laxá á Akureyri, en Laxá er stærsti framleiðandi fiskafóðurs á Íslandi.

Áfangi í aukinni verðmætasköpun

„Við höfum í lengri tíma átt í góðu sambandi við BioMar og þetta samstarfsverkefni fellur vel að starfsemi beggja fyrirtækja. Bæði fyrirtækin leggja mikla áherslu á að hafa sjálfbærni að leiðarljósi og reynsla okkar á sviði framleiðslu fiskimjöls og lýsis með sjálfbærum hætti mun nýtast vel við framleiðslu á hágæðafóðri fyrir íslenskt fiskeldi og fóðrið verður samkeppnisfært við erlent fóður. Þetta er mikilvægur áfangi í aukinni verðmætasköpun á okkar framleiðsluvörum“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, í tilkynningunni.

„Það er mikilvægur hluti okkar stefnu að vaxa og nýta tækifæri sem bjóðast með sjálfbærni að leiðarljósi. Samstarf við Síldarvinnsluna er frábært tækifæri fyrir okkur til að vaxa með íslenska markaðnum á sjálfbæran hátt,“ er haft eftir Carlos Diaz, forstjóra BioMar Group. Með fóðurverksmiðjunni verður BioMar eini alþjóðlegi framleiðandinn með viðveru hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 591,78 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 380,76 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 189,00 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,16 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.1.25 591,78 kr/kg
Þorskur, slægður 17.1.25 609,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.1.25 380,76 kr/kg
Ýsa, slægð 17.1.25 302,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.1.25 189,00 kr/kg
Ufsi, slægður 17.1.25 253,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.25 184,16 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Loka