Drónanum skilað og tvær kærur á borði lögreglu

Svissnesku blaðamennirnir voru að gera fréttaskýringarþátt um hvalveiðar á Íslandi …
Svissnesku blaðamennirnir voru að gera fréttaskýringarþátt um hvalveiðar á Íslandi og flugu dróna of nálægt starfsstöðvum Hvals ehf., að mati starfsfólks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dróna svissnesku fjölmiðlamannanna hefur verið skilað til lögreglu, eftir að starfsmenn Hvals höfðu tekið hann í sínar vörslur og neitað að láta af hendi. 

Þetta staðfestir Ásmundur Kr. Ásmundsson yfirlögregluþjónn á Vesturlandi. Drónanum var skilað um helgina.

„Við vorum komin með úrskurð sem heimilaði okkur að fara og sækja tækið, en starfsfólkið afhenti tækið áður en við þurftum að ráðast þangað inn, sem var farsæl lausn.“

Málinu hvergi nærri lokið

Dróninn er nú kominn til eigenda sinna og þeir farnir af landi brott. Málinu er þó hvergi nærri lokið, að sögn Ásmundar. 

Bæði Hvalur og fjölmiðlamennirnir lögðu fram kæru og nú fer fram rannsókn á málinu innan rannsóknardeildar lögreglunnar á Vesturlandi.

Svo fer málið til saksóknara sem tekur ákvörðun um framhaldið í hvoru máli fyrir sig.

Þurftu leyfi Hvals til þess að fara nær en 150 metra

„Þegar einhver tekur hlut er það flokkað sem gripdeild eða þjófnaður. Þarna er tæki tekið en það er auðvitað á víðavangi og á landi Hvals ehf. Hvalur hefur kært drónaflugið og svo auðvitað hefur fjölmiðillinn kært það að þeir tóku tækið.“

Ásmundur segir drónaflug vera vaxandi vandamál. Lögreglan sé til að mynda farin að fá tilkynningar um drónaflug inni í sumarbústaðabyggðum.  

„Reglur Samgöngustofu eru alveg skýrar með drónaflug. Í Hvalfirði hefði þetta átt að vera 150 metrar út frá hliðum og svo mega þeir ekki fara ofar en 120 metra. Þannig hefði dróninn ekki mátt fara nær athafnasvæði Hvals en 150 metra, nema þá með sérstöku leyfi Hvals ehf.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 498,55 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 264,24 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Venus NS 150 Flotvarpa
Kolmunni 1.703.780 kg
Samtals 1.703.780 kg
31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.065 kg
Ýsa 476 kg
Keila 242 kg
Karfi 102 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.979 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 498,55 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 264,24 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Venus NS 150 Flotvarpa
Kolmunni 1.703.780 kg
Samtals 1.703.780 kg
31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.065 kg
Ýsa 476 kg
Keila 242 kg
Karfi 102 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.979 kg

Skoða allar landanir »