Elta makrílinn í íslenska lögsögu

Það eru góðar fréttir fyrir íslensku uppsjávarskipin að makríll er …
Það eru góðar fréttir fyrir íslensku uppsjávarskipin að makríll er farinn að birtast í veiðanlegu magni í lögsögunni. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Helgi Freyr Ólason

Það hefur færst aukinn kraftur í makrílveiðarnar og hafa íslensk skip og bátar náð að landa um 6.000 tonn á síðastliðnum sex dögum samkvæmt gögnum Fiskistofu. Makríllinn hefur færst inn í íslenska lögsögu eftir að hafa verið við íslensku línuna í Smugunni og hafa nokkur skip verið á makrílveiðum í lögsögunni.

Heildaraflinn er kominn í 72 þúsund tonn en enn eru eftir 75 þúsund tonn af útgefnum aflaheimildum. Þrátt fyrir að styttra er að sækja fiskinn er fátt sem bendir til að takist að veiða allan þann afla sem útaf stendur.

Í færslu á vef Síldarvinnslunnar segir að makríllinn sem fæst í íslensku lögsögunni sé stór, en að veiðin hafi verið misjöfn milli skipa. „Núna er kaldi á miðunum og er alltaf erfiðara að eiga við makrílinn við slíkar aðstæður. Bindum við vonir við að fiskurinn sé að færast meira inn til okkar. Einnig er veiði austanmegin í smugunni við noregslínuna, en fiskurinn er mun smærri þar.“

„Enn vantar herslumuninn uppá að kvótinn náist og segja má að lokasprettur vertíðarinnar sé hafinn.  Veiðin hefur verið blettótt það sem af er vertíð, komið dagar með góðri veiði og síðan lakara inná milli eins og gengur,“ segir í færslu Síldarvinnslunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.24 543,10 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.24 302,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.24 348,33 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 95,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 593,78 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 1.229 kg
Ýsa 291 kg
Þorskur 103 kg
Samtals 1.623 kg
23.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.514 kg
Ýsa 874 kg
Keila 571 kg
Langa 558 kg
Steinbítur 320 kg
Hlýri 233 kg
Ufsi 117 kg
Karfi 18 kg
Samtals 12.205 kg
23.7.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.848 kg
Ufsi 83 kg
Samtals 2.931 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.24 543,10 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.24 302,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.24 348,33 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 95,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 593,78 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 1.229 kg
Ýsa 291 kg
Þorskur 103 kg
Samtals 1.623 kg
23.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.514 kg
Ýsa 874 kg
Keila 571 kg
Langa 558 kg
Steinbítur 320 kg
Hlýri 233 kg
Ufsi 117 kg
Karfi 18 kg
Samtals 12.205 kg
23.7.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.848 kg
Ufsi 83 kg
Samtals 2.931 kg

Skoða allar landanir »