Selja dótturfélagi Sólborgu á 12,3 milljarða

Sólborg RE-27 verður seld nýju dótturfélagi ÚR ásamt töluverðu af …
Sólborg RE-27 verður seld nýju dótturfélagi ÚR ásamt töluverðu af aflaheimildum á 12,3 milljarða króna. mbl.is/Unnur Karen

Stjórn Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur hf. (ÚR) hef­ur ákveðið að selja frysti­tog­ar­ann Sól­borgu RE-27 ásamt allri afla­hlut­deild ÚR í mak­ríl, loðnu, veiðiheim­ild­ir í Bar­ents­hafi og 11,42% af afla­heim­ild­um í gullaxi, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Þar seg­ir að kaup­and­inn sé óstofnað dótt­ur­fé­lag að fullu í eigu ÚR og að sölu­verðmætið sé 12,3 millj­arðar króna. Þá var bók­fært virði eign­anna 41,7 millj­ón­ir evra um síðustu ára­mót, jafn­v­irði um 5,8 millj­arða ís­lenskra króna, eða um 8,3% af eign­um ÚR eins og þær voru um síðustu ára­mót í sam­stæðuárs­reikn­ingi ÚR.

Áhöfn­inni sagt upp í sum­ar

Áætlan­ir ÚR gera ráð fyr­ir að skipið verið gert út í óbreyttri mynd í eigu hins óstofnaða fé­lags.

Fyrr í sum­ar var sagt frá því að allri áhöfn Sól­borg­ar hefði verið sagt upp og að til stæði að kaupa annað skip.

Run­ólf­ur Viðar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri, seg­ir í sam­tali við 200 míl­ur að ekki sé til skoðunar nú að festa kaup á nýju skipi. „Þegar verið er að reka stórt fyr­ir­tæki er alltaf verið að skoða marga mögu­leika og sí­fellt þörf á að taka ákv­arðanir eft­ir breytt­um aðstæðum,“ seg­ir hann og kveðst ekki ætla að tjá sig öðru leiti.

Þegar til upp­sagn­anna kom í sum­ar hafði ÚR gert skipið út í minna en ár, en upp­haf­leg­ur til­gang­ur kaupa ÚR á Sól­borgu var sagður vera veiðar í Bar­ents­hafi. Lög­saga Rúss­lands lokaðist fyr­ir ís­lensk­um skip­um í kjöl­far inn­rás­ar Rúss­lands í Úkraínu.

Frétt­in var upp­færð kl 16:04 með svör­um Run­ólfs Viðars Guðmunds­son­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »