Svandís fær Boston Consulting til að skoða eldi

Meðal annars verður gerð úttekt á mögulegum mótvægisaðgerðum vegna umhverfisáhrifa …
Meðal annars verður gerð úttekt á mögulegum mótvægisaðgerðum vegna umhverfisáhrifa sjókvíaeldis. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Útibú bandaríska ráðgjafafyrirtækið Boston Consulting í Svíþjóð mun annast skýrslugerð um stöðu eldisgreina á Íslandi fyrir matvælaráðuneytið. Meðal annars á að skoða mótvægiaðgerðir vegna umhverfisáhrifa sjókvíaeldis hér á landi. Þá er markmiðið að greina tækifæri og áskoranir greinarinnar hér á landi og mun skýrslan meðal annars vera notuð við stefnumótun á þessu sviði.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Þar segir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi ákveðið að láta gera umrædda skýrslu um lagareldi, en undir lagareldi fellur sjókvía-, land-, þörunga- og úthafseldi. Gengið var til samninga við ráðgjafafyrirtækið Boston Consulting Group Nordic AB í kjölfar útboðs.

Skýrslan, sem gert er ráð fyrir að verði tilbúin í nóvember á þessu ári, er sögð eiga að vera „ítarleg úttekt á á stöðu lagareldis á Íslandi. Í skýrslunni verða greindir framtíðarmöguleikar og áskoranir greinarinnar og mun sú vinna nýtast við stefnumótun matvælaráðherra. Tekið verður mið af umhverfismálum, verðmætasköpun og regluverki.

Til samræmis við stjórnarsáttmála verður áhersla lögð á að kortleggja tækifæri til sjálfbærs vaxtar greinarinnar með vísindalega þekkingu að leiðarljósi. Höfð verður hliðsjón af samanburðargreiningu við þau lönd sem helst stunda lagareldi“.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir vöxtur eldisgreina verði að vera með …
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir vöxtur eldisgreina verði að vera með hagsmuni samfélags og náttúru að leiðarljósi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjókvíaeldi tilgreint sértaklega

Vekur ráðuneytið athygli á að mikill vöxtur hafi verið í leyfisveitingum til sjókvíaeldis og framleiðslu á undanförnum áratug hér á landi. Boðuð er úttekt „á mögulegum mótvægisaðgerðum vegna umhverfisáhrifa af hinni ýmsu starfsemi“ og er sérstaklega tilgreint sjókvíaeldi.

„Það er augljóst að lagareldi er framtíðaratvinnugrein á heimsvísu,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. „Það eru í senn okkar forréttindi og ábyrgð að koma málum í þann farveg að greinin eigi sér bjarta framtíð á Íslandi, með hagsmuni samfélags og náttúru að leiðarljósi.“

Uppfært klukkan 15:44

Matvælaráðuneytið hefur leiðrétt tilkynningu sína þar sem sagt var „bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Boston Consulting“ og segir í tölvupósti: „Það hefði átt að koma fram hjá okkur að um er að ræða Boston Consulting Group Nordic AB sem er með starfsmenn á Norðurlöndunum og höfuðstöðvar í Svíþjóð. Það er því ekki rétt að Bandaríkjamenn séu að vinna að skýrslunni.“ Fréttin hefur verið leiðrétt með tilliti til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 498,55 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 264,24 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Venus NS 150 Flotvarpa
Kolmunni 1.703.780 kg
Samtals 1.703.780 kg
31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.065 kg
Ýsa 476 kg
Keila 242 kg
Karfi 102 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.979 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 498,55 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 264,24 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Venus NS 150 Flotvarpa
Kolmunni 1.703.780 kg
Samtals 1.703.780 kg
31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.065 kg
Ýsa 476 kg
Keila 242 kg
Karfi 102 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.979 kg

Skoða allar landanir »