Vísa gagnrýni í garð Íslands á bug

Utanríkisráðuneytið segir íslensk stjórnvöld hafi ekki staðið í vegi gerð …
Utanríkisráðuneytið segir íslensk stjórnvöld hafi ekki staðið í vegi gerð nýs úthafssamnings, þvert á móti hvatt til þess að náist metnaðarfullur samningum um nýtingu og verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðuneytið hafnar því að íslensk yfirvöld hafi staðið í vegi fyrir gerð nýs úthafssamningi Sameinuðu þjóðanna um verndun og nýtingu líffræðilegs fjölbreytilega utan lögsögu ríkja, einnig þekktur sem BBNJ-samningurinn (e. Biodiversity Beyond National Jurisdiction). Þetta má lesa úr svari ráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins.

AFP hafði í síðustu viku eftir Julien Rochette, rannsakanda hjá frönsku hugveitunni IDDRI, að Ísland ásamt Japan og Rússlandi væru þau ríki sem veittu samningunum mestri andstöðu þar sem þau hefðu sértaka hagsmuni að gæta í formi fiskveiða.

Utanríkisráðuneytið upplýsir hins vegar að „Ísland hefur mikilla hagsmuna að gæta er kemur að heilbrigði hafsins og hefur metnað fyrir því að ná góðum og metnaðarfullum samningi sem sé öllum til hagsbóta. Til marks um vilja íslenskra stjórnvalda í þeim efnum er yfirlýsing forsætisráðherra um þátttöku Íslands í metnaðarbandalagi um BBNJ-samninginn (High Ambition Coalition on BBNJ) á hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Lissabon í júní, en um er að ræða hóp ríkja sem leggja áherslu á að ná góðum og metnaðarfullum samningi sem fyrst.

Rétt er að halda því til haga að BBNJ-samningurinn snýr ekki að fiskveiðistjórnun og þau málefni eru þar af leiðandi ekki til umræðu í yfirstandandi viðræðulotu.“ Samningurinn nái hins vegar til nýtingu erfðaauðlinda, tilfærslu á sjávartengdri tækni, svæðisbundnar ráðstafanir eins og mótun verndarsvæða og umhverfismat á úthafinu.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og António Costa, forsætisráðherra Portúgal, á alþjóðlegu …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og António Costa, forsætisráðherra Portúgal, á alþjóðlegu hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Lissabon. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Praktískar lausnir

Þá segir að íslensk stjórnvöld hafi „lagt áherslu á praktískar lausnir til að BBNJ-samningurinn verði vandað skjal sem fjalli til jafns um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu.“ Jafnframt hafi verið lögð áhersla á að umræddur samningur styðji og komi til viðbótar við gildandi regluverk sem finna má hafréttarsamningnum og úthafsveiðisamningnum, sem utanríkisráðuneytið segir þegar veita fullnægjandi lagaramma fyrir veiðar á úthafinu. „Ísland hefur undirstrikað mikilvægi þess að víðtæk sátt náist um niðurstöður viðræðanna til þess að sem flest ríki verði aðilar að samningum í framtíðinni.

Um er að ræða flóknar, tæknilegar samningaviðræður um mörg ólík efni og erfitt hefur reynst að ná sátt um ýmis atriði. Vonir standa til að það takist í viðræðulotunni sem nú stendur yfir og þar mun Ísland ekki láta sitt eftir liggja.“

Margra ára verk

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna setti árið 2005 á fót vinnuhóp um verndun og nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika í hafinu utan lögsögu ríkja og tíu árum síðar 2015 samþykkti þingið svo tillögur um um að gerður verði nýr lagalega bindandi samningur undir hafréttarsamningi SÞ um þetta efni. Nú stendur yfir í New York fimmta lota viðræðna um alþjóðasamning um verndun og nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika utan lögsögu ríkja. Samningurinn skiptist efnislega í fjóra meginhluta:

  • Nýting erfðaauðlinda
  • Færniuppbygging/Tilfærsla á sjávartengdri tækni
  • Svæðisbundnar ráðstafanir, þ.m.t. verndarsvæði
  • Umhverfismat á úthafinu
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.1.25 637,48 kr/kg
Þorskur, slægður 2.1.25 742,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.1.25 562,18 kr/kg
Ýsa, slægð 2.1.25 212,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.1.25 220,86 kr/kg
Ufsi, slægður 2.1.25 260,01 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 2.1.25 324,94 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.1.25 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 8.661 kg
Ýsa 3.662 kg
Keila 137 kg
Langa 47 kg
Ufsi 40 kg
Samtals 12.547 kg
2.1.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 40.779 kg
Ufsi 8.129 kg
Ýsa 2.853 kg
Langa 900 kg
Steinbítur 843 kg
Karfi 765 kg
Blálanga 156 kg
Keila 61 kg
Þykkvalúra 22 kg
Skarkoli 11 kg
Grálúða 4 kg
Samtals 54.523 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.1.25 637,48 kr/kg
Þorskur, slægður 2.1.25 742,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.1.25 562,18 kr/kg
Ýsa, slægð 2.1.25 212,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.1.25 220,86 kr/kg
Ufsi, slægður 2.1.25 260,01 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 2.1.25 324,94 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.1.25 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 8.661 kg
Ýsa 3.662 kg
Keila 137 kg
Langa 47 kg
Ufsi 40 kg
Samtals 12.547 kg
2.1.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 40.779 kg
Ufsi 8.129 kg
Ýsa 2.853 kg
Langa 900 kg
Steinbítur 843 kg
Karfi 765 kg
Blálanga 156 kg
Keila 61 kg
Þykkvalúra 22 kg
Skarkoli 11 kg
Grálúða 4 kg
Samtals 54.523 kg

Skoða allar landanir »