Nýtt hrognahús Benchmark Genetics Iceland hf. (Benchmark)í Vogum á Reykjanesi var opnað við formlega athöfn í gær. Nýja hrognahúsið er 2.300 fermetrar og getur framleitt um það bil 300-400 milljón laxahrogn á ári sem dugar til framleiðslu á milljón tonnum af eldislaxi sem gæti skilað um 6,6 millljörðum matarskömmutm um heim allan, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.
Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Benchmark, kveðst ánægður að hafa fengið tækifæri til að sýna hroganhúsið og fagna þessum áfanga í sögu félagsins. „Þetta er stór áfangi fyrir fyrirtækið og gefur okkur tækifæri til að vaxa enn frekar. Þetta tryggir okkur meiri hrognagæði og við getum framleitt meira til að anna aukinni eftirpurn i fiskeldi.“
Í húsinu munu vera 10 þúsund 5 lítra eldisker sem hvert fyrir sig þroskar hrogn undan einni hrygnu, en húsið er tengt við eldra hrognahús og í stöðinni er einnig framleiddur lax til framleiðslu hrogna. Hjá Benhcmark starfa 86 starfsmenn á sex starfstöðvum sem eru fyrir utan Voga, í Kollafirði, í Kalmanstjörn, í Höfnum, og á skrifstofu í Hafnarfirði og rannsóknarstofu í Háskóla Íslands.
Velta Benchmark Genetics Iceland nam um 4 milljörðum á síðasta ári og hagnaður þar af um einn milljarður. Félagið selur hrogn til 28 ríkja og voru því útflutningstekjur um 85% af veltunni.
Að lokinni formlegri opnun voru gestir leiddir um húsið og lýsti Jónas framleiðslunni.