Vilhelm Þorsteinsson EE, uppsjávarskip Samherja, kom til Neskaupstaðar aðfararnótt sunnudags með 1.250 tonn af norsk-íslenskri síld. Skipsjórinn Birkir Hreinsson segir mun þægilegra hafi verið að ná síldinni en hefur verið að ná makrílnum að undanförnu, enda voru aðeins 33 sjómílur í land er veiðum lauk og skipið fullt af fínustu síld sem henti afar vel til vinnslu.
Í færslu á vef Síldarvinnslunnar segir Birkir að síldin hafi fengist á Héraðsflóanum eða norðantil á Glettinganesflakinu. „Þetta er í reynd sami staður og við höfum helst veitt síldina á undanfarin ár. Við stoppuðum einungis 14 tíma á miðunum og tókum þrjú hol. Í fyrsta holinu fengust 450 tonn, 660 í því næsta og í lokaholinu voru 150 tonn. Þegar veiðum lauk voru einungis 33 mílur til Neskaupstaðar þannig að þetta getur vart verið þægilegra.“
Birkir segir jafnframt ljóst að makrílvertíðin sé nú að fjara út. „Þarna á að vera unnt að veiða töluvert af síld næstu tvo mánuðina þannig að mér líst býsna vel á framhaldið. Það er ólíkt þægilegra að eiga við síldina þarna en makrílinn, ég tala nú ekki um þegar þurfti að fara yfir 600 mílur til að sækja makrílinn. En nú virðist makrílvertíðin vera að fjara út. Vilhelm er með 10.000 tonna kvóta þannig að við höfum nóg að gera á næstunni og það er svo sannarlega engin þörf á að kvarta miðað við þessa byrjun.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 3.2.25 | 580,87 kr/kg |
Þorskur, slægður | 3.2.25 | 729,23 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 3.2.25 | 398,86 kr/kg |
Ýsa, slægð | 3.2.25 | 348,77 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 3.2.25 | 258,54 kr/kg |
Ufsi, slægður | 3.2.25 | 321,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 3.2.25 | 312,30 kr/kg |
3.2.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 1.031 kg |
Ýsa | 345 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Hlýri | 6 kg |
Samtals | 1.389 kg |
3.2.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Bf B | 2.422 kg |
Samtals | 2.422 kg |
3.2.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 2.433 kg |
Ýsa | 289 kg |
Ufsi | 211 kg |
Karfi | 35 kg |
Steinbítur | 30 kg |
Grásleppa | 14 kg |
Skarkoli | 7 kg |
Samtals | 3.019 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 3.2.25 | 580,87 kr/kg |
Þorskur, slægður | 3.2.25 | 729,23 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 3.2.25 | 398,86 kr/kg |
Ýsa, slægð | 3.2.25 | 348,77 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 3.2.25 | 258,54 kr/kg |
Ufsi, slægður | 3.2.25 | 321,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 3.2.25 | 312,30 kr/kg |
3.2.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 1.031 kg |
Ýsa | 345 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Hlýri | 6 kg |
Samtals | 1.389 kg |
3.2.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Bf B | 2.422 kg |
Samtals | 2.422 kg |
3.2.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 2.433 kg |
Ýsa | 289 kg |
Ufsi | 211 kg |
Karfi | 35 kg |
Steinbítur | 30 kg |
Grásleppa | 14 kg |
Skarkoli | 7 kg |
Samtals | 3.019 kg |