„Við vorum fimm sólarhringa á veiðum og vorum á Þverálshorni, Sneiðinni og Strandagrunni. Veiðarnar gengu vel og það var blíða allan túrinn,“ segir Þórarinn Hlöðverssons, skipstjóri á Málmey SK-1, um síðasta túr í færslu á vef FISK Seafood. Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki í dag og nam aflinn 159 tonnum. Uppistaða aflans er þorskur og ufsi.
Málmey SK1 landaði síðast 1. september, þá einnig á Sauðárkróki. Aflinn var um 150 tonn, mest af þorski, eða um 70 tonn, svo rúm 40 tonn af ufsa og 28 tonn af ýsu. „Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum, þrjá á Þverálshorni í þorsk og ufsa. Síðasta sólarhringinn norður af Horni í ýsu. Það var ágætisveiði allan tímann og gott veður,“ var haft eftir Hermann Einarsson, skipstjóra á Málmey.
Skip útgerðarinnar hafa átt ágæta byrjun á fiskveiðiárinu og landaði Drangey SK-2 á Sauðárkróki á mánudag um 148 tonnum af blönduðum afla, þar af um 117 tonn af þorski. Drangey hafði meðal ananrs verið á veiðum á Sporðagrunni og Þverálshorni.
Þá hafa skip útgerðarinnar einnig landað á Grundarfirði. Fyrst Sigurborg SH-12 sem kom á mánudag til hafnar með 79 tonn af blönduðum afla eftir veiðar á Látragrunni.
Síðan fylgdi Farsæll SH-30 sem landaði 66 tonnum á Grundarfirði í gær, þar af um 19 tonnum af karfa og 14 tonnum af þorski. Farsæll hafði meðal annars verið á veiðum á Agötu.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.236 kg |
Samtals | 1.236 kg |
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.140 kg |
Samtals | 1.140 kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.236 kg |
Samtals | 1.236 kg |
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.140 kg |
Samtals | 1.140 kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |