Brugðu blysum á loft á björgunaræfingu

Áhöfnin bregður blysum á loft vegna björgunaræfingar sme framkvæmd var …
Áhöfnin bregður blysum á loft vegna björgunaræfingar sme framkvæmd var um borð í Ljósafellinu í gær. Ljósmynd/Loðnuvinnslan: Þorgeir Baldursson

Björgunaræfing var haldin um borð í Ljósafelli upp úr hádegi í gær er skipið lagði frá bryggju á Fáskrúðsfirði. Á meðan æfingu stóð skaut áhöfnin upp neyðarblysum, en lögreglu og slökkviliði hafði verið gert viðvart um æfinguna, að því er fram kemur á vef Loðnuvinnslunnar, sem gerir skipið út.

Þar segir að forvarnir og fræðsla um borð í skipum fari „að stórum hluta fram í gegnum nýliðafræðslu sem skipstjórnendur sinna og einnig á reglulegum björgunaræfingum en það er hluti skylduverkefna áhafna. Kröfur um tíðni æfinga á fiskiskipum 15 metra eða lengri er einu sinni í mánuði samkvæmt reglugerð um öryggi fiskiskipa. Tilgangurinn með þeim er að undirbúa áhöfnina hvernig bregðast eigi við ef neyðarástand skapast.“

Blysin sáust vel frá landi.
Blysin sáust vel frá landi. Ljósmynd/Loðnuvinnslan: Arnfríður Eide
Björgunaræfingar voru framkvæmdar ellefu sinnum á skipinu á síðasta ári.
Björgunaræfingar voru framkvæmdar ellefu sinnum á skipinu á síðasta ári. Ljósmynd/Loðnuvinnslan: Þorgeir Baldursson

Alls voru framkvæmdar 11 æfingar á Ljósafelli á síðasta ári og á það sama á við Hoffellið, sem Loðnuvinnslan gerir einnig út. Eru skipin því sögð uppfylla þær kröfur sem gerðar eru.

Fínasta veiði hefur verið hjá Ljósafelli að undanförnu og hefur skipið landað tvisvar frá því að fiskveiðiárið hófst 1. september síðastliðinn, bæði skiptin á Fáskrúðsfirði. Alls hefur skipið landað um 195 tonnum, þar af 105 tonn af þorski, 40 tonn af ufsa, 27 tonn af ýsu og 17 tonn af karfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.2.25 570,57 kr/kg
Þorskur, slægður 3.2.25 725,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.2.25 397,61 kr/kg
Ýsa, slægð 3.2.25 349,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.2.25 258,11 kr/kg
Ufsi, slægður 3.2.25 321,00 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 3.2.25 309,54 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Steinbítur 36 kg
Samtals 36 kg
3.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 1.317 kg
Þorskur 449 kg
Steinbítur 186 kg
Hlýri 17 kg
Sandkoli 10 kg
Samtals 1.979 kg
3.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 644 kg
Keila 339 kg
Hlýri 164 kg
Ýsa 161 kg
Ufsi 87 kg
Karfi 21 kg
Langa 10 kg
Samtals 1.426 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.2.25 570,57 kr/kg
Þorskur, slægður 3.2.25 725,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.2.25 397,61 kr/kg
Ýsa, slægð 3.2.25 349,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.2.25 258,11 kr/kg
Ufsi, slægður 3.2.25 321,00 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 3.2.25 309,54 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Steinbítur 36 kg
Samtals 36 kg
3.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 1.317 kg
Þorskur 449 kg
Steinbítur 186 kg
Hlýri 17 kg
Sandkoli 10 kg
Samtals 1.979 kg
3.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 644 kg
Keila 339 kg
Hlýri 164 kg
Ýsa 161 kg
Ufsi 87 kg
Karfi 21 kg
Langa 10 kg
Samtals 1.426 kg

Skoða allar landanir »