Greiða 12 milljarða vegna verðsamráðs en neita sök

Laxeldi MOWI í Beitveitnes í Noregi. Fyrirtækið er eitt þeirra …
Laxeldi MOWI í Beitveitnes í Noregi. Fyrirtækið er eitt þeirra sem samþykkt hafa að greiða bætur vegna meints verðsamráðs en játa ekki að hafa átt í samráði. Ljósmynd/MOWI

Stærstu laxeldisfyrirtæki Noregs hafa samþykkt að greiða vinnslustöðvum í Bandaríkjunum 85 milljónir bandaríkjadali, jafnvirði tæplega 12 milljarða íslenskra króna, til að binda enda á málsókn vegna meints verðsamráðs. Félögin játa ekki að brot hafi verið framið.

Fiskeldisrisarnir Mowi ASA, Grieg ASA, SalMar ASA, Lerøy Seafood Group ASA, Cermaq Group AS, and Ocean Quality AS var stefnt árið  2019 af fiskvinnslum, dreifingaraðilum og veitingastöðum í Flórída, Massachusetts, New York, Ohio, Washington D.C. og Pennsylvaníu.

Voru fyrirtækin sökuð um að hafa átt í verðsamráði sem hafði áhrif á heimsmarkaðsverð með því að ákveða svokallað „spot“-verð Nasdaq í Osló. Vísuðu allir stefnendur til yfirstandandi rannsóknar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um meint verðsamráð.

113 milljónir bandaríkjadala

Fram kemur í umfjöllun Bloomberg Law að Cecilia M. Altonaga, dómari við alríkisdómstólinn í Suður-Flórída, hafi á fimmtudag undirritað sátt milli fiskeldisfyrirtækjanna og kaupendanna sem stefndu þeim. Þá ákvað dómarinn að gera eldisfyrirtækjunum að greiða 25,5 milljónir bandaríkjadali í málskostnað og 2,6 milljónir bandaríkjadali í lögfræðikostnað stefnenda.

Alls greiða fyrirtækin því rétt rúmar 113 milljónir bandaríkjadala sem er jafnvirði tæplega 16 milljarða íslenskra króna.

Ákvörðun Altonaga um að samþykkja sáttina kemur 18 mánuðum eftir að hún í mars 2021 ákvað að meðferð málsins skyldi halda áfram, með vísan til samhliða verðlagningar, grunsamlegra viðskipta milli eldisfyrirtækjanna og dótturfélaga þeirra, funda meðal stjórnenda þeirra, löggæslurannsókna og annarra sönnunargagna.

Fyrirtækin hafa ítrekað neitað því að hafa brotið lög og segja ástæðu þess að ákveðið var að leita sátta hafa verið vilji til að ljúka málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 630,73 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 568,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 436,82 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 288,22 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 366,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 467,05 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 20.193 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 109.010 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 9.894 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 65.631 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 630,73 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 568,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 436,82 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 288,22 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 366,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 467,05 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 20.193 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 109.010 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 9.894 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 65.631 kg

Skoða allar landanir »