Árni gefur lítið fyrir skýringar Ólafs

Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir skýringar formanns SFS á …
Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir skýringar formanns SFS á því hvers vegna erfitt sé að samþykkja kröfu sjómanna um auknar greiðslur í lífeyrissjóð ekki sannfærandi. mbl.is/Hákon Pálsson

Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, gefur lítið fyrir skýringar Ólafs Helga Marteinssonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), á ástæðu þess að ekki hafi tekist að semja nýjan kjarasamning sjómanna. Í yfirlýsingu segir Árni ekki ósanngjarnt að útgerðin greiði 3,5% viðbótarframlag í lífeyrissjóð.

Ólafur sagði í viðtali í blaði 200 mílna þann 27. ágúst síðastliðinn að ástæða þess að erfiðlega gengi að semja og að koma til móts við þessa kröfu sjómanna væri að sjómenn væru í hlutaskiptakerfi þar sem þeir fá fastan hlut af aflaverðmætinu. Ef greitt yrði meira í lífeyrissjóð af hálfu útgerða væru sjómenn að fá aukinn hlut á kostnað útgerðarinnar án þess að hægt væri að hagræða á móti eins og í öðrum atvinnugreinum.

Í yfirlýsingu sem Árni sendir 200 mílum nú í morgun segir hann: „Undanfarin áratug hefur átt sér stað umfangsmesta hagræðing í sjávarútvegi  frá upphafi fiskveiða. Reyndar mis afgerandi milli veiðigreina. Við blasir að gríðarleg endurnýjun sem átt hefur sér stað í flotanum með miklum fjölda nýrra, stærri og smærri fiskiskipa.“

Ólafur vakti í viðtalinu athygli á minnkandi olíunotkun íslenska fiskiskipaflotans og segir Árni það vera dæmi um tækniframfarir og hagræðingu. „Benda má á að olíuverð hefur áhrif á skiptakjör til sjómanna. Þrátt fyrir þá hagræðingu sem átt hefur sér stað hjá útgerðinni með sparneytnari vélum í fiskiskipum, sem leitt hefur til minni olíunotkunar við að sækja aflann, eru skiptakjörin til sjómanna miðuð við að engin sparnaður hafi orðið hjá útgerðinni vegna tækniframfara í vélbúnaði skipanna.“

Þá sé algengt að nýtt skip komi í stað tveggja eldri og jafnvel fleiri sem hafi leitt af sér fækkun í stétt fiskimanna sem nú eru aðeins um 2.900, að sögn Árna. „Fækkun í áhöfn skipa hefur leitt til þess að hlutfall launakostnaðar af aflaverðmæti hefur lækkað í mörgum veiðigreinum. M.ö.o. þá hefur hagræðingin verið í gangi sem aldrei fyrr undanfarin ár og hagnaður, fjárfestingar og arðgreiðslur náð nýjum hæðum. Á sama tíma blasir við að mun meira aflamagn og þar af leiðandi stóraukin verðmætasköpun skapast að meðaltali af hverjum og einum þeirra fiskimanna sem eftir eru.“

„Það er því ekki ósanngjörn krafa að á móti allri þeirri hagræðingu sem orðið hefur í útgerðinni undanfarin ár og vegna vinnutímastyttingarinnar í landi að útgerðin greiði án undanbragða 3,5% viðbótarframlag í lífeyrissjóð vegna þeirra sjómanna sem hjá þeim starfa,“ segir Árni að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 630,73 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 568,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 436,82 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 288,22 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 366,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 467,05 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 20.193 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 109.010 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 9.894 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 65.631 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 630,73 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 568,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 436,82 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 288,22 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 366,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 467,05 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 20.193 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 109.010 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 9.894 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 65.631 kg

Skoða allar landanir »