Margfalt meira rusl við Ísland

Dæmi um rusl sem fannst. Efst er trollnet sem fannst …
Dæmi um rusl sem fannst. Efst er trollnet sem fannst í Skeiðarárdjúpi árið 2019 flækt við kóralrif á 243 metra dýpi. Niðri til vinstri er fiskilína sem fannst á kóralsvæði í Háfadjúpi árið 2012 þakin möttuldýrum, hveldýrum, mosadýrum, svömpum, sæfíflum og burstaormum. Niðri til hægri má sjá Faxe Condi dós sem liggur meðal svampa og möttuldýra í Jökuldjúpi á 220 m dýpi. Samsett mynd/Hafrannsóknastofnun

Magn rusls á hafsbotni umhverfis Ísland kann að vera fjórfalt meira en við Noregsstrendur. Þetta má lesa úr nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar sem nefnist: „Rusl á hafsbotni við Ísland: Samantekt á skráningu rusls við kortlagningu búsvæða á hafsbotni 2004-2019“.

„Samtals fundust 272 einingar af rusli á 13 af 21 svæði á árunum 2010‐2019. Uppreiknaður meðalþéttleiki rusls var 872 einingar km2,“ segir í skýrslunni sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar. Um er að ræða mun meiri meðalþéttleika en við strendur Noregs þar sem hann er talinn 230 einingar af rusli á ferkílómeter og 200 ruslaeiningar á ferkílómeter við landgrunninn í Evrópu.

Fram kemur að frá árinu 2004 hafa ýmis svæði á hafsbotni verið mynduð vegna kortlagningu búsvæða. Hafa fiskveiðisvæði við Suður- og Vesturland og tvö svæði norðan við landið verið mynduð og eru notaðar stafrænar myndavélar á fjarstýrðum neðansjávar djúpkanna (ROV) eða þrífættri stálgrind sem er dreginn á eftir skipinu. Við úrvinnslu myndefnisins hefur rusl óhjákvæmilega fundist og það verið skráð og gefur skýrslan yfirlit yfir dreifingu og magn rusls sem hefur fundist á hafsbotni við landið með þessum hætti.

Dreifing rusls sem fannst í myndefninu skipt niður eftir hópum. …
Dreifing rusls sem fannst í myndefninu skipt niður eftir hópum. Stærð punktanna er meiri eftir fjölda ruslaeininga. Kort/Hafrannsóknastofnun

Mest á Reykjaneshryggi

Árin 2010 til 2019  var mesta ruslið að finna fyrir sunnan landið. „Reykjaneshryggur hafði mesta magn og þéttleika af rusli, eða 151 ruslaeiningu með þéttleika upp á 5.094 einingar km‐2. Einnig var töluvert af rusli í Lónsdjúpi og Skeiðarárdjúpi, eða 49 og 10 einingar, með þéttleika upp á 1.361 og 1.469 ruslaeiningar km‐2. Í Breiðamerkurdjúpi, Háfadjúpi, Kötlugrunn og Reynisdjúpi var þéttleiki rusls á bilinu 600‐1024 ruslaeiningar km‐2. Minna en 300 einingar km‐2 var að finna í Hornafjarðardjúpi, Jökul‐  og Faxadjúpi, Kolluál, Selvogsbanka og Víkuráli.“

Þá fannst ekkert rusl á átta af tuttugu svæðum á tímabilinu, þ.e. í Djúpáli, Deildargrunni, Hornbanka, Kolbeinseyjarhrygg, Látragrunni, Papagrunni, Patreksfirði, Selvogsbanka og Skaftárdjúpi.

92,2% plast

Alls var 94,1% af ruslinu sem fannst veiðarfæri, megnið fiskilína eða 80,5%. Almennt rusl eins og til að mynda plastpokar, plastfilmur og áldósir var aðeins 5,9% af því sem fannst.

„Ef gert er ráð fyrir að fiskilínur, trollnet, reipi og bandspottar séu úr plasti þá er heildarmagn plasts sem fannst hér 92,2% af ruslinu. [ …] Flest nútíma veiðarfæri eru gerð úr sterkum plastefnum og eru afar lengi að brotna niður svo magn veiðarfæra á hafsbotni mun einungis aukast og vera til staðar í fjölda ára,“ segir í skýrslunni.

Þá segir að áberandi hafi verið að línur og trollnet fundust flækt í, við eða innan um kóral og steina. „Línur og trollnet geta skemmt viðkvæm búsvæði eins og kóralbreiður sem geta verið mjög lengi að jafna sig eftir skemmdir þar sem kóralar eru hægvaxta,“ segir í skýrslunni.

Plastrusl kemur sér ekki vel fyrir lífríkið á hafsbotni.
Plastrusl kemur sér ekki vel fyrir lífríkið á hafsbotni. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Heldur áfram að safnast upp í hafinu

„Greinilegt er að mynda þarf fleiri svæði á hafsbotni og kanna betur hvar rusl er að finna í kringum landið. Hingað til hefur aðeins brotabrot af hafsbotni innan efnahagslögsögu Íslands verið myndað en ljóst er að myndirnar gefa dýrmæta sýn á ástandið á hafsbotninum,“ skrifa skýrsluhöfundar.

Telja þeir augljóst að þurfi að takmarka það magn rusls sem endar í hafinu og vernda viðkvæm búsvæði.

„Þar til búið er að þróa lausnir við þessu mikla vandamáli sem manngert rusl er þá mun það áfram safnast í miklu magni í hafinu. Enn er lítið vitað um örlög og áhrif rusls í hafinu og er því mikilvægt að stunda frekari rannsóknir á því hvar rusl safnast saman og hvernig það hefur áhrif á vistkerfi í hafinu ásamt því að skoða samspil veiðiálags og rusls á hafsbotni,“ segir lok skýrslunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.830 kg
Ýsa 900 kg
Hlýri 43 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 2.811 kg
22.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.466 kg
Þorskur 2.322 kg
Keila 13 kg
Ufsi 8 kg
Karfi 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 5.821 kg
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 16.770 kg
Ufsi 3.238 kg
Samtals 20.008 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.830 kg
Ýsa 900 kg
Hlýri 43 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 2.811 kg
22.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.466 kg
Þorskur 2.322 kg
Keila 13 kg
Ufsi 8 kg
Karfi 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 5.821 kg
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 16.770 kg
Ufsi 3.238 kg
Samtals 20.008 kg

Skoða allar landanir »