„Ég er ástfangin af landinu ykkar“

Alba González segir íslenska saltfiskinn bundinn spænskri matarmenningu órjúfanlegum böndum.
Alba González segir íslenska saltfiskinn bundinn spænskri matarmenningu órjúfanlegum böndum. mbl.is/Árni Sæberg

„Það kom mér á óvart að sjá hve mikilvægur fiskurinn er fyrir Ísland, hve gott hráefnið er og hve vel er staðið að vinnslunni,“ segir spænski kokkaneminn Alba González. Hún er meðal sigurvegara í keppni suður-evrópskra matreiðslunema í eldamennsku á íslenskum saltfiski og kveðst ekki í vafa um að hún sæki Ísland aftur heim.

Alba segir saltfisk, eða bacalao, vera bundinn spænskri matarmenningu órjúfanlegum böndum og hefur ávallt vitað að fiskurinn komi frá Íslandi, en umfram það hafi hún ekki haft mikla þekkingu á saltfisknum. „Ef ég á að vera alveg heiðarleg, kynntist ég sögu afurðarinnar í gegnum keppnina. Ég fór að kynna mér betur vöruna og áttaði mig á því hve mikilvægur þorskurinn er fyrir Ísland og hve mikil vinna liggur að baki.“

„Við notum mjög mikið af þorski á Spáni og megnið af saltfisknum sem við notum kemur frá Íslandi. Það opnaði augu mín að fá að koma í fiskvinnslu á Íslandi og sjá hvernig þetta er gert,“ bætir hún við.

ÍSlenski saltfiskurinn er eftirsóttur víða í Suður-Evrópu.
ÍSlenski saltfiskurinn er eftirsóttur víða í Suður-Evrópu. mbl.is/Árni Sæberg

Saltfiskur á öllum matseðlum

Keppnin sem Alba hefur tekið þátt í fór fram undir merkjum Bacalao de Islandia, sem er markaðsverkefni á vegum Íslandsstofu, og ber keppnin heitið Concursode Escuelas Culinarias Bacalao de Islandia eða CECBI. Er hún byggð upp ekki ólíkt Masterchef sjónvarpskeppnunum sem margir kannast við.. Þessar keppnir hafa farið fram á Spáni, Portúgal og Ítalíu, þar sem íslenski saltfiskurinn þykir herramannsmatur.

„Við borðum mikið af þorski bæði á Norður-Spáni og í suðri,“ segir Alba sem sjálf er frá Malaga, sem eflaust margur Íslendingurinn þekkir. „Maður finnur saltfiskinn á hverjum einasta veitingastað. Allir matseðlar eru með að minnsta kosti tvo saltfiskrétti. Við borðum hann hráan, eldaðan, á sallati, í pottréttum – þetta er allstaðar“

„Hér í minni borg, Malaga, erum við með sérstakt sallat – ensalada malagueña – með söltuðum þorski, kartöflum, ólívum og appelsínu. Við borðum það mikið á sumrin. Á Norður-Spáni er bacalao pil pil hefðbundinn réttur, þar sem fiskurinn er eldaður með roði og fitu,“ útskýrir Alba.

Alba ásamt Svandísi Svavarsdóttur (t.v.) og Elizu Reid forsetafrú (t.h.)
Alba ásamt Svandísi Svavarsdóttur (t.v.) og Elizu Reid forsetafrú (t.h.) Ljósmynd/Íslandsstofa

Vildi ekki heim

Sigurvegarar keppninar, Sónia de Sá frá Viana do Castelo í Portúgal, Diego de Leiva frá Sorento á Ítalíu og Alba, sóttu Ísland heim í síðustu viku. Sigurvegararnir þrír heimsóttu meðal annars stærstu framleiðendur saltfisks á Íslandi á Reykjanesi. Með í för voru blaðamenn frá ABC dagblaðinu á Spáni og Food & Travel í Portugal.

„Strax og ég lenti sagði ég kennaranum mínum og Kristni [Björnssyni, fulltrúa Íslandsstofu], að ég vildi ekki heim,“ segir Alba um íslandsferðina og hlær. „Ég varð mjög snortin af menningunni og fólkinu. Allir svo hjálpsamir, jákvæðir og vinsamlegir. Við fórum á nokkra veitingastaði og fengum að skoða hluta af Íslandi. Þetta var alveg ótrúleg upplifun.“

Diego de Leiva frá Sorento á Ítalíu einbeittur.
Diego de Leiva frá Sorento á Ítalíu einbeittur. mbl.is/Árni Sæberg

Hún kveðst þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að heimsækja landið en ekki síst kynnast þessari vel þekktu afurð.

En mun Alba heimsækja Ísland aftur? „Já, ég kem aftur tvímælalaust. Þú getur verið viss um það. Ég er ástfangin af landinu ykkar,“ svarar kokkaneminn og hlær. „Þetta er frábært land og ekki síst frábær fiskur.“

„Ég vona líka að fólk heimsæki okkur á Spáni og kynnist því hve mikla þýðingu þorskurinn ykkar hefur fyrir okkur,“ bætir hún við.

Sónia de Sá frá Viana do Castelo í Portúgal er …
Sónia de Sá frá Viana do Castelo í Portúgal er ein þriggja sigurvegara keppninnar. mbl.is/Árni Sæberg

Kynntu rétti sína

Samhliða því að kynnast íslenskri saltfiskgerð komu sigurvegararnir saman og endursköpuðu réttina sína fyrir gesti í Salt Eldhúsi á fimmtudag í síðustu viku. Á meðal þeirra sem fengu að njóta voru frú Eliza Reid og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.

Íslenska Kokkalandsliðið hefur um árabil verið samstarfsaðili Íslandsstofu, um sáu meðlimir þess um móttökuveitingar og vínpörun. Að móttöku lokinni komu nemarnir hver af öðrum og kynntu rétti sína og var Vilhelm Neto í hlutverki kynnis veislunni.

Þetta árið var meirihluti þátttakenda í keppninni konur, samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu, en þetta er annað árið sem keppnin er haldin og fer hún fram á Ítalíu, Portúgal og á Spáni.

Markmiðið er að ná til matreiðslunema í þessum löndum og fara næstu CECBI keppnir fara fram í febrúar-apríl 2023 á Spáni, Ítalíu og Portúgal.

Það var eðlilega létt yfir gestum í Salt eldhúsi sem …
Það var eðlilega létt yfir gestum í Salt eldhúsi sem fengu að bragða rétti sigurvegaranna. mbl.is/Árni Sæberg
Girnilegur saltfiskur.
Girnilegur saltfiskur. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 631,53 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 419,65 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 288,22 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 631,53 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 419,65 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 288,22 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »