Sakar Íslendinga um ósannindi

Audun Maråk, framkvæmdastjóri Fiskebåt, (samtaka norskra útgerðarmanna), segir Ílendinga og …
Audun Maråk, framkvæmdastjóri Fiskebåt, (samtaka norskra útgerðarmanna), segir Ílendinga og Færeyinga tilkynna síld sem makrílafla. Ljósmynd/Fiskebåt

Audun Maråk, framkvæmdastjóri samtaka norskra útgerðarmanna (Fiskebåt), hefur í tvígang sakað Íslendinga og Færeyinga um að landa síld sem makríl af ásetningi. Tilgangurinn segir hann vera að geta veitt meiri síld og réttlætt hlutdeild í makrílveiðunum.

Maråk hóf á miðvikudag að draga í efa réttmæti aflatalna frá Íslandi er hann sagði í færslu á vef Fiskebåt að makrílveiðar íslensku skipanna væru að eiga sér stað á óhefðbundnum svæðum miðað við árstíma.

„Það bárust fregnir af því að íslensku skipin væru að ná makríl á línunni milli alþjóðlegs hafsvæðis og Jan Mayen. Þetta athuguðu nokkur norsk skip sem fundu lítið af makríl, hins vegar var mikið af síld á svæðinu þar sem Íslendingar höfðu tilkynnt um makrílveiðar. Við tókum eftir því sama fyrr á þessu ári þegar makrílveiðar voru stundaðar af íslenskum og færeyskum skipum langt norður á alþjóðlegu hafsvæði, þar sem einnig var mikið af síld. Þessi afla fór í mjöl og olíu,“ sagði framkvæmdastjórinn.

Áhöfnin á Beiti NK með sýnishorn af gæðamakrílnum sem veiðst …
Áhöfnin á Beiti NK með sýnishorn af gæðamakrílnum sem veiðst hefur í íslenskri lögsögu. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Spari síldarkvótann

Í sjávarútvegsblaðinu, Fiskeribladet, í dag fullyrðir Maråk að ástæða þess að Íslendingar og Færeyingar landi makríl sem nýttur er í fiskimjöl og lýsi sé til að hylja yfir, því að makríllinn sé í raun síld. Þetta sé gert vegna þess að makríllinn sem fæst sé í litlum gæðum og að aflinn sem fæst sé blandaður.

„Ég tek það fram að Íslendingar segjast gefa upp rétt magn af síld og makríl. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem ég hef, tel ég að mikið af síld sé skráð sem makríl þar sem þeir stunda frjálsar makrílveiðar. Þannig spara þeir síldarkvótann, og tilkynna meira um makríl en þeir ná að veiða,“ segir Maråk.

Þá telur hann mikilvægt fyrir Íslendinga og Færeyinga að ná að veiða allan þann makríl sem þeir hafa heimidlir fyrir í þeim tilgangi að réttlæta kröfur sínar við samningaborðið um hlutdeild í makrílveiðunum.

Gekk illa hjá Norðmönnum

Á meðan íslensku skipin veiddu makríl sífellt nær Íslandi og jafnvel í íslenskri lögsögu hafði makrílveiði norsku skipanna byrjað hægt og hefur gengið fremur illa að finna mikinn þéttleika makríls í Noregshafi. Veiðin hefur þó verið ágæt í Norðursjó.

Veiði íslensku skipanna hefur verið sveiflukennd og hafa skipstjórar þeirra sagt frá því að leita þarf eftir makrílnum. Einstaka sinnum hefur þó glæðst og þá hefur fengist stór og stæðilegur makríll. í byrjun september tókst til að mynda Beiti NK að ná 855 tonn af makríl í íslenskri lögsögu og lýsti Tómas Kárason skipstjóri fiskinum sem „stórum og góðum“, en hann var um 560 til 580 grömm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Ásbjörn RE 51 Handfæri
Þorskur 798 kg
Samtals 798 kg
16.7.24 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 701 kg
Karfi 63 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 774 kg
16.7.24 Bára HF 78 Handfæri
Þorskur 799 kg
Samtals 799 kg
16.7.24 Viðvík SH 119 Handfæri
Þorskur 289 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 293 kg
16.7.24 Örnólfur AK 63 Handfæri
Þorskur 444 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 456 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Ásbjörn RE 51 Handfæri
Þorskur 798 kg
Samtals 798 kg
16.7.24 Skarphéðinn SU 3 Handfæri
Þorskur 701 kg
Karfi 63 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 774 kg
16.7.24 Bára HF 78 Handfæri
Þorskur 799 kg
Samtals 799 kg
16.7.24 Viðvík SH 119 Handfæri
Þorskur 289 kg
Ufsi 2 kg
Karfi 2 kg
Samtals 293 kg
16.7.24 Örnólfur AK 63 Handfæri
Þorskur 444 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 456 kg

Skoða allar landanir »