Framkvæmdastjórinn beri út lygar um Íslendinga

Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir ekkert til í staðhæfingum um …
Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir ekkert til í staðhæfingum um að íslenskar útgerðir séu markvisst að skrá síld sem makríl. Fiskistofa er á sama máli.

Bæði Fiskistofa og útgerðarmenn hér á landi eru sammála um að fullyrðingar talsmanns norskra útgerðarmanna um að íslenskar uppsjávarútgerðir séu kerfisbundið að landa síld sem makríl sé uppspuni. Engin gögn eru til um að slík óheiðarleg vinnubrögð eigi sér stað hér á landi.

Audun Maråk, framkvæmdastjóri Fiskebåt (samtaka norskra útgerðarmanna), hélt því í tvígang fram í síðustu viku að Íslendingar og Færeyingar væri af ásetningi að skrá síld sem makríl í þeim tilgangi að réttlæta hlut sinn í makrílveiðunum og geta veitt meiri síld.

„Við vísum þessu til föðurhúsanna, síld er flokkuð sér og skráist sem slík við veiðarnar,“ svarar Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, inntur álits á fullyrðingum Norðmannsins.

Erna Jónsdóttir, sviðstjóri stjórnsýslu- og upplýsingasviðs hjá Fiskistofu, tekur í sama streng og segir: „Fullyrðingar Auðuns Maråk eru ekki studdar með rökum.“

Allt fer í flokkara

Gunnþór segir ekki þannig að kollegar hans í Noregi séu endilega sammála því sem talsmaður þeirra sé að segja. „Það er ekki eins og þetta komi frá útgerðamönnum í Noregi þó svo að þessi ágæti maður Auðunn Maråk sé að bera út lygar um það sem gerist á Íslandi.“

Maråk sagði tvö ummerki um svindl og það væri annars vegar að norsku makrílskipin hafi ekki fundið makríl á þeim slóðum sem Íslendingar hefðu áður tilkynnt um makrílveiði og hins vegar að mikið magn af aflanum færi í mjöl og lýsi.

„Það fer allur fiskur yfir flokkara þannig að þetta er alveg skýrt í makrílnum í sumar, fisknum var ekki landað í bræðslu heldur flokkaður í frystihúsi, unnið það sem hægt var að vinna og  það sem flokkast frá vegna gæðavandamála eða ástands fisksins fer til mjöl og lýsisvinnslu. Það er alveg ljóst að á tímabili var fiskurinn mjög dapur og fór töluvert yfir í mjöl og lýsisvinnsluna meira en við vildum, en svona er það stundum þegar fiskurinn er í miklu æti og mikil áta í fisknum þá verður erfitt að framleiða manneldisvöru úr honum,“ útskýrir Gunnþór.

Rökleysa segir Fiskistofa

 „Við höfum bent á að hlutfall meðafla í makrílafla Íslendinga er eðlilegt og það er ekkert sem bendir til að Auðunn hafi rétt fyrir sér,“ segir Erna. Hún bendir á að Fiskistofa hafi eftirlit með löndun skipa sem stunda makrílveiðar. „Það hefur ekki komið upp tilfelli þar sem verið er að skrá síld sem makríl.“

Hún veltir því fyrir sér hvað kunni að vera ástæða þess að Maråk hafi varpað fram umræddum ásökunum. „Það voru samningaviðræður um makríl í síðustu viku og þessar fullyrðingar hafa eflaust átt að hafa áhrif þar inn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 631,53 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 423,13 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 9.819 kg
Steinbítur 5.574 kg
Samtals 15.393 kg
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 631,53 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 423,13 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 9.819 kg
Steinbítur 5.574 kg
Samtals 15.393 kg
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »