Hefja samstarf um endurvinnslu veiðarfæra

Gömlum slitnum veiðarfærum má nú skila til endurvinnslu með einfaldari …
Gömlum slitnum veiðarfærum má nú skila til endurvinnslu með einfaldari hætti en áður og það gjaldfrjálst, Ljósmynd/SFS

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og norska fyrirtækið Nofir hafa komist að samkomulagi um samstarf til að auka enn frekar endurnotkun og endurvinnslu á veiðarfærum frá Íslandi sem innihalda plast.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFS. Þar segir að Nofir muni taka við úreltum og gömlum veiðarfærum og netum bæði frá sjávarútvegi og fiskeldi.

Hildur Hauksdóttir sérfræðingur í umhverfismálum hjá SFS segir að leyfi til að flytja út blönduð efni til Nofir sé nýkomið í hús og því strax hægt að auka endurvinnslu. Þetta sé skref í vinnu sjávarútvegs og fiskeldis að gera enn betur í umhverfismálum. „Endurskipulagning á veiðarfærakerfinu hefur verið í gangi undanfarin ár, við höfðum annað kerfi, en þetta er mun betra“, segir Hildur.

Hildur Hauksdóttir sérfræðingur í umhverfismálum hjá SFS
Hildur Hauksdóttir sérfræðingur í umhverfismálum hjá SFS mbl.is/RAX

Gjaldfrjálst að skila

Nofir hefur á liðnum árum verið í samstarfi við Egersund á Eskifirði um að koma veiðarfærum til endurvinnslu. SFS og veiðafæragerðir víðsvegar um landið munu í sameiningu standa að söfnun á veiðarfærum og er fyrst og fremst er leitast við að endurnota eða endurvinna veiðarfærin, en það sem af gengur er notað til orkuvinnslu.

Nú geta allir sem vilja komið notuðum og úr sér gengnum veiðarfærum til móttökustöðva sem sjá um að pakka og setja veiðarfærin í gám og senda í endurvinnslu hjá Nofir. Þá er ekkert gjald er greitt fyrir að skila flokkuðum veiðarfærum á móttökustöð hjá Hampiðjunni, Ísfelli, Egersund, Veiðarfæragerð Skinneyar-Þinganess, Netaverkstæði G.Run og Veiðarfæraþjónustunnar í Grindavík. 

„Við erum mjög ánægð með að hafa komist að samkomulagi við SFS og með því aðstoðað við að íslenskur sjávarútvegur, fiskeldi og veiðafæragerðir geti staðið undir framleiðendaábyrgð sem þau bera á veiðarfærum úr plasti. Sambærileg ábyrgð verður tekin upp í Noregi árið 2025“, segir Øistein Aleksandersen, framkvæmdastjóri Nofir, í tilkynningunni. „Við höfum þegar fengið nokkra  gáma frá Íslandi og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.“

Nofir hefur frá 2011 tekið við veiðarfærum til endurvinnslu og hefur þangað skilað sér heil 56 þúsund tonn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.1.25 638,94 kr/kg
Þorskur, slægður 2.1.25 742,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.1.25 563,44 kr/kg
Ýsa, slægð 2.1.25 210,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.1.25 215,37 kr/kg
Ufsi, slægður 2.1.25 260,01 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 2.1.25 325,34 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.448 kg
Ýsa 321 kg
Samtals 1.769 kg
2.1.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 29.644 kg
Ufsi 22.580 kg
Ýsa 3.226 kg
Samtals 55.450 kg
2.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 82.089 kg
Þorskur 71.869 kg
Ufsi 628 kg
Hlýri 586 kg
Steinbítur 124 kg
Grálúða 102 kg
Samtals 155.398 kg
31.12.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Þorskur 3.235 kg
Samtals 3.235 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.1.25 638,94 kr/kg
Þorskur, slægður 2.1.25 742,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.1.25 563,44 kr/kg
Ýsa, slægð 2.1.25 210,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.1.25 215,37 kr/kg
Ufsi, slægður 2.1.25 260,01 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 2.1.25 325,34 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.448 kg
Ýsa 321 kg
Samtals 1.769 kg
2.1.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 29.644 kg
Ufsi 22.580 kg
Ýsa 3.226 kg
Samtals 55.450 kg
2.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 82.089 kg
Þorskur 71.869 kg
Ufsi 628 kg
Hlýri 586 kg
Steinbítur 124 kg
Grálúða 102 kg
Samtals 155.398 kg
31.12.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Þorskur 3.235 kg
Samtals 3.235 kg

Skoða allar landanir »