Allri áhöfninni á Stefni sagt upp

Áhöfninni á Stefni ÍS-28 hefru verið sagt upp og verður …
Áhöfninni á Stefni ÍS-28 hefru verið sagt upp og verður hætt að gera skipið út. Tæp 30 ár eru frá því að skipið var keypt til Ísafjarðar. Ljósmynd/Árni Sverrir Sigurðsson

Harðfrystihúsið Gunnvör (HG) í Hnífsdal hefur sagt upp þrettán manna áhöfn Stefnis ÍS-28 og er útgerð skipsins hætt. Fyrirtækið kveðst í tilkynningu ætla að reyna eins og unnt er að finna störf fyrir skipverjana á öðrum skipum félagsins. Ástæða uppsagnanna er sögð niðurskurður í útgefnum aflaheimildum.

„Úthlutað aflamark í þorski hefur dregist saman um 23% á síðustu tveimur fiskveiðiárum og dragast  aflaheimildir H-G hf. saman um 1.200 tonn við það. Einnig hefur orðið veruleg skerðing  í úthlutuðu aflamarki í gullkarfa, sem hefur verið mikilvæg tegund í útgerð Stefnis.  Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að hætta útgerð Stefnis.  Með þeirri aðgerð mun rekstrargrundvöllur annarra skipa félagsins styrkjast,“ segir í tilkynningu á vef HG.

Þá segir að uppsögn þeirra 13 sem um ræðir gildir frá áramótum. „Útgerðin mun leitast við að útvega þeim sem missa vinnuna störf á öðrum skipum félagsins eins og kostur er.“

Stefnir ÍS 28 var smíðaður í Flekkefjord í Noregi árið 1976 fyrir Flateyringa og bar fyrst nafnið Gyllir ÍS 261. Skipið var keypt til Ísafjarðar í ársbyrjun 1993 og hefur verið gert út frá Ísafirði í nær 30 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg
21.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.449 kg
Þorskur 919 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.375 kg
21.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Ýsa 577 kg
Skarkoli 303 kg
Þorskur 97 kg
Sandkoli 12 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.007 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg
21.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.449 kg
Þorskur 919 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.375 kg
21.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Ýsa 577 kg
Skarkoli 303 kg
Þorskur 97 kg
Sandkoli 12 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.007 kg

Skoða allar landanir »