Vigfús er trillukarl ársins

Vigfús Vigfússon við bát sinn Dögg SU-118 í höfn á …
Vigfús Vigfússon við bát sinn Dögg SU-118 í höfn á Höfn í Hornafirði. Hann hefur einnig gert út trilluna Dög SF-18. mbl.is/Albert Eymundsson

Vig­fús Vig­fús­son frá Hornafirði er trillu­karl árs­ins. Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra, af­henti viður­kenn­ingu þess efn­is fyr­ir hönd Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda á opn­un­ar­hátíð sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­ar­inn­ar Sjáv­ar­út­veg­ur 2022 í Laug­ar­dals­höll í dag.

Vig­fús ger­ir út Dögg SF-18 frá Höfn og er hann sjálf­ur skip­stjóri. Hann hef­ur frá ár­inu 1994 róið sín­um eig­in bát og hef­ur ávallt verið í flokki smá­báta.

Fram kom í kynn­ingu á viður­kenn­ing­unni að við lýði var bann­daga­kerfi þegar Vig­fús hóf út­gerð, síðan tók við þorskafla­há­mark og að lok­um varð til króka­afla­marks­kerfi, en sam­hliða réri Vig­fús í sókn­ar­daga­kerfi þar til það var aflagt árið 2005. Frá þeim tíma hef­ur hann róið í króka­afla­marki og gert út á línu.

Þekkt­ur fyr­ir að róa stíft

„Vig­fús er þekkt­ur fyr­ir að róa stíft og vera fylg­in sér, þótt ró­leg­heit­in við fisk­veiðar séu hon­um eðlis­læg. Það þýðir ekki að vera með neinn æs­ing eins og Vig­fús orðar það,“ sagði í kynn­ing­unni.

„Það er til marks um hvað Vig­fúsi geng­ur vel með þann gula að dæmi eru um að afla­menn hafi stol­ist um borð í bát hans í skjóli næt­ur til að rann­saka veiðafær­in í þeirri von að geta nýtt sér leynd­ar­málið. Ekk­ert var þar hins veg­ar að sjá, þetta er hon­um í blóð borið, hann er galdramaður eins og þeir orðuðu það. Nú hef­ur Vig­fús söðlað um, hætt­ur að gera út á línu og byrjaður á strand­veiðum. Þar fer sam­an hjá hon­um at­vinna og áhuga­mál. Hann sagðist  hafa ætlað að taka það ró­lega, en það er nú bara svona þegar maður horf­ir á vini sína sigla út ósinn, þá fer maður á eft­ir þeim.“

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, Selma Dögg Vigfúsdóttir og Svandís …
Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, Selma Dögg Vig­fús­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Á strand­veiðunum í sum­ar var hann afla­hæst­ur með 69,4 tonn í 33 sjó­ferðum. Þar af 23 tonn af þorski og 46 tonn af ufsa. Um er að ræða Íslands­met í Strand­veiðum.

Vig­fús var ekki viðstadd­ur af­hend­ingu viður­kenn­ing­ar­inn­ar en Selma Dögg Vig­fús­dótt­ir (dótt­ir Vig­fús­ar) tók við viður­kenn­ing­unni fyr­ir hönd hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.4.25 526,04 kr/kg
Þorskur, slægður 4.4.25 644,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.4.25 358,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.4.25 324,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.4.25 131,04 kr/kg
Ufsi, slægður 4.4.25 243,29 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 4.4.25 241,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.4.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 6.566 kg
Ýsa 758 kg
Langa 346 kg
Keila 51 kg
Ufsi 17 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 7.748 kg
4.4.25 Vigur SF 80 Lína
Langa 1.961 kg
Keila 527 kg
Ýsa 501 kg
Þorskur 143 kg
Steinbítur 102 kg
Ufsi 80 kg
Samtals 3.314 kg
4.4.25 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.745 kg
Þorskur 173 kg
Rauðmagi 17 kg
Samtals 2.935 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.4.25 526,04 kr/kg
Þorskur, slægður 4.4.25 644,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.4.25 358,89 kr/kg
Ýsa, slægð 4.4.25 324,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.4.25 131,04 kr/kg
Ufsi, slægður 4.4.25 243,29 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 4.4.25 241,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.4.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 6.566 kg
Ýsa 758 kg
Langa 346 kg
Keila 51 kg
Ufsi 17 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 7.748 kg
4.4.25 Vigur SF 80 Lína
Langa 1.961 kg
Keila 527 kg
Ýsa 501 kg
Þorskur 143 kg
Steinbítur 102 kg
Ufsi 80 kg
Samtals 3.314 kg
4.4.25 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.745 kg
Þorskur 173 kg
Rauðmagi 17 kg
Samtals 2.935 kg

Skoða allar landanir »