Íslenskar línuveiðar eru aðalhlutverki í Ice Cold Catch þáttanna á Discovery Channel í Kanada. Þar fylgjast áhorfendur með Greg Jones frá Bandaríkjunum og Caitlin Krause frá Bretlandi láta reyna á sjómennsku um borð í grindavíkurbátunum Páli Jónssyni GK og Valdimari GK.
Þættirnir voru teknir upp síðasta vetur og stóðu tökur í um fjóra mánuði. Þættirnir eru 13 talsins og var sá fyrsti frumsýndur fyrir viku og fer annar þáttur í loftið í kvöld. Þættirnir verða síðan frumsýndir á Discovery Channel í Bandaríkjunum 11 október.
Vísir hf. gerir út Pál Jónsson GK og Þorbjörn hf. gerir út Valdimar GK. Af stiklu að ráða er um að ræða hörku þætti þar sem íslenskir sjómenn láta ljós sitt skína.
Sanna sig fyrir Benna og Frosta
„Þegar nýtrúlofaður bandarískur varnarmálaverktaki og bresk þjónustukona á snekkju að kljást við lífsins raunir í erfiðleikum yfirgefa vanþakklát störf sín til að stunda hálaunuð fiskiveiðistörf á Íslandi, uppgötva þau nýjan heim með miklum karakterum og óvæntar hættur,“ segir í lýsingu þáttanna.
Þá segir að Caitlin sé um borð nýja línuskipinu Páli Jónssyni og þarf hún að sanna fyrir Benna skipstjóra að hún hafi það sem þarf til að klára vetrarvertíðina. Hún hefur ávallt unnið láglaunastörf og er ósk hennar að geta unnið sér inn pening til að geta fest kaup á eigin húsnæði.
Caitlin Krause.
Ljósmynd/Skjáskot
Greg er um borð í 40 ára gömlum Valdimari þar sem hann sækist eftir því að geta skapað góðan fjárhagslegan grundvöll fyrir sig, unnustu sína og þriggja ára son þeirra. Stenst hann þriggja vikna reynslutíma fær hann pláss um borð en Frosti skipstjóri er sagður ekki hafa þolinmæði fyrir fíflaskap.
Greg Jones.
Ljósmynd/Skjáskot