Brim keypti skip og kvóta af dótturfélagi ÚR

Brim hefur fest kaup á aflaheimildum sem félagið losaði sig …
Brim hefur fest kaup á aflaheimildum sem félagið losaði sig við eftir að hafa farið yfir kvótaþakið. mbl.is/Hari

Brim hf. hef­ur fest kaup á Sól­borgu RE-27 og til­heyr­andi afla­heim­ild­um á 88,5 millj­ón­ir evra, jafn­v­irði 12,3 millj­arða ís­lenskra króna, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Brims. Fyr­ir­tækið er með þessu að kaupa aft­ur heim­ild­ir sem það þurfti að losa sig við vegna kvótaþaks­ins.

Selj­and­inn er RE 27 ehf. sem er dótt­ur­fé­lag Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur (ÚR). Skammt er um liðið frá því að ÚR seldi dótt­ur­fé­lagi sínu tog­ar­ann Sól­borgu og afla­heim­ild­ir hans á 12,3 millj­arða. Kaup Brims á tog­ar­an­um ger­ast þannig að fé­lagið tek­ur yfir 81,5 millj­óna evra skuld RE 27 ehf. (dótt­ur­fé­lags ÚR) og greiðir 7 millj­ón­ir í pen­ing­um.

ÚR fer með 43,97% eign­ar­hlut í Brimi, en eig­andi ÚR er Guðmund­ur Kristjáns­son sem er for­stjóri Brims.

Breytt­ar for­send­ur

Afla­heim­ild­irn­ar sem fylgja kaup­un­um eru að mestu leyti í upp­sjáv­ar­fiski sem Brim þurfti að losa sig við síðastliðinn vet­ur eft­ir að hafa farið upp fyr­ir lög­bundið kvótaþak. Skýr­ing­in er sú að gef­inn var út sögu­lega stór loðnu­kvóti sam­hliða því að svo­kallaður þorskí­gild­isstuðull var óvenju hár.

Nú blas­ir við mun lægri þorskí­gild­isstuðull og bend­ir flest til að Haf­rann­sókna­stofn­un ráðleggi nokkuð minni loðnu­veiði á kom­andi vertíð. Þó er bú­ist við að út­gef­inn kvóti verði nokkuð ríf­leg­ur. Útreiknuð hlut­deild Brims í heild­arþorskí­gild­um get­ur því verið kom­in und­ir kvótaþakið, jafn­vel með loðnu­kvót­an­um sem fyr­ir­tækið þurfti að losa sig við.

„Mark­mið þess­ara viðskipta er að efla upp­sjáv­ar­svið Brims og styrkja upp­sjáv­ar­vinnslu fé­lags­ins á Vopnafirði. Þá eyk­ur fé­lagið getu sína til veiða á norður­slóðum,“ seg­ir í til­kynn­ingu Brims.

5,84% af loðnu­kvót­an­um

Þá seg­ir að með viðskipt­un­um séu keypt­ar veiðiheim­ild­ir á Íslands­miðum alls 5,84% afla­hlut­deild í loðnu, 3,39% í mak­ríl, 11,42% í gulllaxi og 16,86% af þorskveiðikvóta Íslend­inga í Bar­ents­hafi.

„Afla­heim­ild­ir í loðnu eru ekki komn­ar til út­hlut­un­ar á þessu ári og heim­ild­ir til þorskveiða í Bar­ents­hafi eru ekki tald­ar með í heild­arafla­heim­ild­um. Því eyk­ur viðbót­arkvót­inn í mak­ríl og gulllaxi afla­heim­ild­ir Brims úr 11,56% af heild­arþorskí­gildist­onn­um í 11,82%. Ekki er kom­in út­hlut­un í loðnu fyr­ir þetta fisk­veiðiár og þar af leiðandi er loðnan 0 þorskí­gildi í dag. Á síðasta ári fóru heild­arafla­heim­ild­ir Brims í 14,19% við mikla út­hlut­un á loðnu­kvóta. Þá var ígild­isstuðull­inn 0,36 í loðnu en er fyr­ir þetta fisk­veiðiár 0,11,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Áhöfn­inni á Sól­borgu var sagt upp í júlí eft­ir að skipið hafði verið gert út í inn­an við ár. Upp­haf­lega var skipið keypt frá Græn­landi með það fyr­ir sjón­um að gera það út á veiðar í Bar­ents­hafi, en breyta þurfti þeim áætl­un­um eft­ir að Bar­ents­hafið lokaðist vegna inn­rás­ar Rúss­lands í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »