„Við sluppum þokkalega“

Páll Snorrason, framkvæmdastjóri Eskju, segir það hafa verið bras þegar …
Páll Snorrason, framkvæmdastjóri Eskju, segir það hafa verið bras þegar Jón Kjartansson SU 311 losnaði frá bryggju, en betur fór en á horfðist. Ljósmynd/Eskja

Ekki hafa orðið mikl­ar skemmd­ir á eign­um eða slys á fólki hjá Eskju og Síld­ar­vinnsl­unni í ofsa­veðrinu. Þó truflaði fram­leiðslu að raf­magnið hafi farið af Aust­ur­landi.

„Við slupp­um þokka­lega og eng­ar um­tals­verðar skemmd­ir,“ seg­ir Páll Snorra­son, fram­kvæmda­stjóri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Eskju á Eskif­irði, er hann er spurður um hvaða áhrif ofsa­veðrið hef­ur haft á rekst­ur­inn.

„Við lent­um í brasi með gamla skipið okk­ar, Jón Kjart­ans­son SU 311, sem ligg­ur á Reyðarf­irði. Hann var að losna frá bryggj­unni […] en það slapp til og fór bet­ur en á horfðist. Við erum ekki að nota þetta skip. Það er komið til ára sinna og er til sölu,“ út­skýr­ir Páll.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Það er ekk­ert al­var­legt tjón hjá okk­ur enn sem komið er,“ seg­ir Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar á Nes­kaupstað. „Við vor­um að fram­leiða bæði í frysti­hús­inu  og fiski­mjöls­verk­smiðjunni í gær þegar raf­magnið datt út. Það raskaði lít­il­lega hjá okk­ur vinnsl­um en allt er komið í gang núna.“

Þá fuku nokk­ur fiskikör hjá frysti­húsi fé­lags­ins á Seyðis­firði, en ekki urðu mikl­ar skemmd­ir á eign­um eða slys á fólki. „Heilt yfir höf­um við sloppið ágæt­lega enn sem komið er,“ seg­ir Gunnþór.

Hefja síld­veiði í kvöld eða nótt

Síld­ar­vertíðin var haf­in þegar veðurofs­inn skall á og létu upp­sjáv­ar­skip­in sig hverfa enda voru slæm skil­yrði til veiða á síld­armiðunum. Sjó­lags­spá Vega­gerðar­inn­ar ger­ir ráð fyr­ir áfram­hald­andi mik­illi öldu­hæð fram eft­ir degi en staðan á að batna í kvöld og í nótt.

„Varðandi síld­ina þá fara okk­ar skip út í dag eða kvöld eða þegar veðrið lag­ast. Við eig­um eft­ir að veiða og vinna um 4.000 tonn af okk­ar heim­ild­um í norski-ís­lensku síld­inni. Okk­ur hef­ur gengið mjög vel að ná síld­inni en hún er ná­lægt og veiðin búin að ganga vel,“ seg­ir Páll.

Gamli Jón Kjartansson og fleiri skip við bryggju á Reyðarfirði.
Gamli Jón Kjart­ans­son og fleiri skip við bryggju á Reyðarf­irði. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.3.25 529,12 kr/kg
Þorskur, slægður 24.3.25 528,43 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.3.25 295,75 kr/kg
Ýsa, slægð 24.3.25 219,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.3.25 195,21 kr/kg
Ufsi, slægður 24.3.25 225,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 24.3.25 244,89 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.3.25 Ósk ÞH 54 Handfæri
Þorskur 620 kg
Ufsi 132 kg
Samtals 752 kg
24.3.25 Finni NS 21 Línutrekt
Þorskur 95 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 127 kg
24.3.25 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 5.731 kg
Þorskur 619 kg
Skarkoli 27 kg
Rauðmagi 13 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 6.398 kg
24.3.25 Ólafur Magnússon HU 54 Þorskfisknet
Þorskur 699 kg
Grásleppa 36 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 742 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.3.25 529,12 kr/kg
Þorskur, slægður 24.3.25 528,43 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.3.25 295,75 kr/kg
Ýsa, slægð 24.3.25 219,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.3.25 195,21 kr/kg
Ufsi, slægður 24.3.25 225,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 24.3.25 244,89 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.3.25 Ósk ÞH 54 Handfæri
Þorskur 620 kg
Ufsi 132 kg
Samtals 752 kg
24.3.25 Finni NS 21 Línutrekt
Þorskur 95 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 127 kg
24.3.25 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 5.731 kg
Þorskur 619 kg
Skarkoli 27 kg
Rauðmagi 13 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 6.398 kg
24.3.25 Ólafur Magnússon HU 54 Þorskfisknet
Þorskur 699 kg
Grásleppa 36 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 742 kg

Skoða allar landanir »