Ljósafell SU-70, togari Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, var við veiðar suðaustur af landinu um miðjan september þegar óvænt veiddist dökksilfri (Diretmichtys parini).
Togarinn var staddur á Þórsbanka í Rósagarðinum svokallaða, þar sem hann var að veiða í botntroll á 175 faðma dýpi, að því er fram kemur í færslu á vef Loðnuvinnslunnar. 175 faðmar eru um 293 metrar.
„Það er alltaf gaman að sjá fiska sem ekki eru algengir hér við land,“ segir í færslunni og er þar vakin athygli á að tegundin sé ekki skyld karfa þótt tegundirnar kunni að virðast líkar í útliti. Búrfiskur og bjúgtanni eru hins vegar náskyldir dökksilfra.
Fiskurinn finnst víða um heim allan en samkvæmt Fishes of Australia er dökksilfra helst að finna á hitabeltissvæðum þó hann eigi það til að dvelja einnig á tempruðum svæðum. Hann er því ekki algengur í hafinu umhverfis Ísland. Þó er þekkt að hann hafi veiðst einstaka sinnum, einmitt í Rósagarðinum.
Þá er um miðsævisfisk að ræða sem heldur sig alla jafna á 200 til 2.100 metra dýpi og veiðist helst í flotvörpu. Hámarksstærð er talin vera um 37 til 40 sentímetrar en sá stærsti sem veiðst hefur við Íslandsstrendur var 42 sentímetrar að því er segir á vef Hafrannsóknastofnunar.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.3.25 | 546,49 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.3.25 | 634,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.3.25 | 306,62 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.3.25 | 233,20 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.3.25 | 206,33 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.3.25 | 244,50 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.3.25 | 241,92 kr/kg |
22.3.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Þorskur | 170 kg |
Skarkoli | 38 kg |
Ýsa | 14 kg |
Keila | 5 kg |
Samtals | 227 kg |
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt | |
---|---|
Steinbítur | 5.565 kg |
Þorskur | 958 kg |
Skarkoli | 23 kg |
Keila | 16 kg |
Samtals | 6.562 kg |
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Grálúða | 3.238 kg |
Steinbítur | 1.055 kg |
Ýsa | 929 kg |
Þorskur | 688 kg |
Keila | 368 kg |
Hlýri | 191 kg |
Karfi | 55 kg |
Samtals | 6.524 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.3.25 | 546,49 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.3.25 | 634,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.3.25 | 306,62 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.3.25 | 233,20 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.3.25 | 206,33 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.3.25 | 244,50 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.3.25 | 241,92 kr/kg |
22.3.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Þorskur | 170 kg |
Skarkoli | 38 kg |
Ýsa | 14 kg |
Keila | 5 kg |
Samtals | 227 kg |
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt | |
---|---|
Steinbítur | 5.565 kg |
Þorskur | 958 kg |
Skarkoli | 23 kg |
Keila | 16 kg |
Samtals | 6.562 kg |
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Grálúða | 3.238 kg |
Steinbítur | 1.055 kg |
Ýsa | 929 kg |
Þorskur | 688 kg |
Keila | 368 kg |
Hlýri | 191 kg |
Karfi | 55 kg |
Samtals | 6.524 kg |