Óvæntur dökksilfri í Rósagarðinum

Ljósafellfékk óvænt dökksilfra í botntrollið á Þórsbanka í Rósagarðinum.
Ljósafellfékk óvænt dökksilfra í botntrollið á Þórsbanka í Rósagarðinum. Ljósmynd/Loðnuvinnslan: Þorgeir Baldursson

Ljósa­fell SU-70, tog­ari Loðnu­vinnsl­unn­ar á Fá­skrúðsfirði, var við veiðar suðaust­ur af land­inu um miðjan sept­em­ber þegar óvænt veidd­ist dökksilfri (Diret­michtys par­ini).

Tog­ar­inn var stadd­ur á Þórs­banka í Rósag­arðinum svo­kallaða, þar sem hann var að veiða í botntroll á 175 faðma dýpi, að því er fram kem­ur í færslu á vef Loðnu­vinnsl­unn­ar. 175 faðmar eru um 293 metr­ar.

„Það er alltaf gam­an að sjá fiska sem ekki eru al­geng­ir hér við land,“ seg­ir í færsl­unni og er þar vak­in at­hygli á að teg­und­in sé ekki skyld karfa þótt teg­und­irn­ar kunni að virðast lík­ar í út­liti. Búr­fisk­ur og bjúgt­anni eru hins veg­ar ná­skyld­ir dökksilfra.

Fisk­ur­inn finnst víða um heim all­an en sam­kvæmt Fis­hes of Austr­alia er dökksilfra helst að finna á hita­belt­is­svæðum þó hann eigi það til að dvelja einnig á tempruðum svæðum. Hann er því ekki al­geng­ur í haf­inu um­hverf­is Ísland. Þó er þekkt að hann hafi veiðst ein­staka sinn­um, ein­mitt í Rósag­arðinum.

Þá er um miðsævis­fisk að ræða sem held­ur sig alla jafna á 200 til 2.100 metra dýpi og veiðist helst í flot­vörpu. Há­marks­stærð er tal­in vera um 37 til 40 sentí­metr­ar en sá stærsti sem veiðst hef­ur við Íslands­strend­ur var 42 sentí­metr­ar að því er seg­ir á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Dökksilfri er ekki fríður fiskur.
Dökksilfri er ekki fríður fisk­ur. Ljós­mynd/​Loðnu­vinnsl­an: Þor­geir Bald­urs­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 546,49 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 306,62 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,33 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 546,49 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 306,62 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,33 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »