Óvæntur dökksilfri í Rósagarðinum

Ljósafellfékk óvænt dökksilfra í botntrollið á Þórsbanka í Rósagarðinum.
Ljósafellfékk óvænt dökksilfra í botntrollið á Þórsbanka í Rósagarðinum. Ljósmynd/Loðnuvinnslan: Þorgeir Baldursson

Ljósafell SU-70, togari Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, var við veiðar suðaustur af landinu um miðjan september þegar óvænt veiddist dökksilfri (Diretmichtys parini).

Togarinn var staddur á Þórsbanka í Rósagarðinum svokallaða, þar sem hann var að veiða í botntroll á 175 faðma dýpi, að því er fram kemur í færslu á vef Loðnuvinnslunnar. 175 faðmar eru um 293 metrar.

„Það er alltaf gaman að sjá fiska sem ekki eru algengir hér við land,“ segir í færslunni og er þar vakin athygli á að tegundin sé ekki skyld karfa þótt tegundirnar kunni að virðast líkar í útliti. Búrfiskur og bjúgtanni eru hins vegar náskyldir dökksilfra.

Fiskurinn finnst víða um heim allan en samkvæmt Fishes of Australia er dökksilfra helst að finna á hitabeltissvæðum þó hann eigi það til að dvelja einnig á tempruðum svæðum. Hann er því ekki algengur í hafinu umhverfis Ísland. Þó er þekkt að hann hafi veiðst einstaka sinnum, einmitt í Rósagarðinum.

Þá er um miðsævisfisk að ræða sem heldur sig alla jafna á 200 til 2.100 metra dýpi og veiðist helst í flotvörpu. Hámarksstærð er talin vera um 37 til 40 sentímetrar en sá stærsti sem veiðst hefur við Íslandsstrendur var 42 sentímetrar að því er segir á vef Hafrannsóknastofnunar.

Dökksilfri er ekki fríður fiskur.
Dökksilfri er ekki fríður fiskur. Ljósmynd/Loðnuvinnslan: Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 580,02 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 580,02 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »