Yfir 600 milljarða verðmæti hafa þurrkast út

Hlutabréf fiskeldisrisans Mowi hafa lækkað um tæp 20% en gengi …
Hlutabréf fiskeldisrisans Mowi hafa lækkað um tæp 20% en gengi hlutabréfa Salmar hafa lækkað mest, yfir 30%. Lækkunin kemur í kjölfar þess að norska ríkisstjórnin tilkynnti um áform sín um 40% auðlindaskatt. Ljósmynd/MOWI

Norska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun áform sín um að leggja 40% auðlindaskatt á sjókvíaeldi í Noregi. Í kjölfarið hrundi sjávarfangsvísitala kauphallarinnar í Ósló og er nú 21,27% lægri en hún var við opnun markaða í morgun.

Í tilkynningu á vef norska stjórnarráðsins kemur fram að frumvarp ríkisstjórnarinnar miði við að frá og með 1. janúar 2023 verði innheimtur nýr auðlindaskattur, svokölluð grunnleiga, sem á að skila 3,65 til 3,8 milljörðum norskra króna, jafnvirði um 49 til 51,3 milljarða íslenskra króna. Áætlað er að auðlindaskatturinn, ásamt tekjuskatti lögaðila, geri það að verkum að jaðarskattur fiskeldisfyrirtækja verði 62%, en að skatthlutfallið verði 51,3%.

Auðlindaskatturinn nær jafnt til lax, urriða og regnbogasilungs sem alinn er í sjókvíum. Álagningin grundvallast á vísitölu meðalverðs á laxi, en söluverði á urriða og regnbogasilungi.

Hluthafar tapa milljörðum

Strax og tilkynnt var um áformin hóf gengi hlutabréfa fiskeldisfyrirtækjanna að lækka og hafa þau lækkað mikið í norsku kauphöllinni. Aðeins Bakkafrost er undanskilið þar sem framleiðsla þess er í Færeyjum.

Klukkan 14 að staðartíma í dag höfðu þurrkast út um 45 milljarðar norskra króna að því er Dagens Næringsliv, áætlar. Það er jafnvirði rúmlega 607 milljarða íslenskra króna.

Aðeins stóru félögin

„Grundvallaratriði tillögunnar er að byggðarlögum, sem gera náttúruauðlindir aðgengilegar, sé tryggð hlutdeild í grunnleigu,“ segir á vef norska stjórnarráðsins, en helmingur tekna af skattinum á að rata til sveitarfélaga.

Fram kemur að undanþegin verður fyrsti fjögur til fimm þúsund tonna lífmassinn. Ríkisstjórn Noregs segir í tilkynningu sinni að 65 til 70 prósent fiskeldisfyrirtækja hafi rekstrarleyfi fyrir minna en fjögur til fimm þúsund tonna lífmassa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 580,02 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.2.25 580,02 kr/kg
Þorskur, slægður 5.2.25 793,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.2.25 356,87 kr/kg
Ýsa, slægð 5.2.25 401,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.2.25 313,54 kr/kg
Ufsi, slægður 5.2.25 360,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 5.2.25 426,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Þorskur 7.223 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 7.305 kg
5.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 643 kg
Hlýri 283 kg
Ýsa 259 kg
Steinbítur 194 kg
Karfi 56 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.468 kg
5.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Ýsa 10.434 kg
Grásleppa 798 kg
Steinbítur 390 kg
Hlýri 373 kg
Keila 17 kg
Langa 7 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 12.021 kg

Skoða allar landanir »