Skerðing í síld og makríl en aukning í kolmunna

ICES leggur til skreðingu í síld og makríl en það …
ICES leggur til skreðingu í síld og makríl en það stefnir í sögulegar kolmunnaveiðar á næsta ári. mbl.is/Börkur Kjartansson

Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið (ICES) hef­ur ákveðið að lækka ráðlagðan há­marks­afla í norsk-ís­lenskri síld um 15% og 2% í mak­ríl. Ráðgjöf ICES ger­ir hins veg­ar ráð fyr­ir 81% hækk­un í há­marks­afla kol­munna.

Vegna kerf­is­bund­inn­ar of­veiði stofn­anna þriggja er talið að mögu­legt sé að ráðgjöf­in upp­fylli ekki varúðarsjón­ar­mið, sem um sinn sagt get­ur orðið til þess að hrygn­ing­ar­stofn fari und­ir varúðarmörk og að stofn­arn­ir verði ekki leng­ur sjálf­bær­ir, að því er seg­ir í ráðgjaf­ar­skjöl­um sem birt hafa verið á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

ICES gaf út ráðgjöf sína fyr­ir upp­sjáv­ar­stofna á Norður-Atlants­hafi í dag. Ráðgjöf­in nær til Græn­lands, Íslands, Fær­eyja, Bret­lands, Evr­ópu­sam­bands­ins, Nor­egs og Rúss­lands, en eng­ir samn­ing­ar eru milli ríkj­anna um hlut­deild­ir þeirra í veiðunum.

88 þúsund tonna lækk­un

ICES legg­ur til að afli í norsk-ís­lenskri síld á ár­inu 2023 verði ekki meiri en 511 þúsund tonn, sem er 15% skerðing frá fyrri ráðgjöf þar sem há­marks­afl­inn var 599 þúsund tonn.

„Gert er ráð fyr­ir að 2016 ár­gang­ur­inn verði ráðandi í afl­an­um árið 2023 og ár­gang­ar þar á eft­ir eru metn­ir slak­ir,“ seg­ir í ráðgjaf­ar­skjal­inu. Þá er áætlað að heild­arafli árs­ins 2022 verði um 828 þúsund tonn sem er 28% um­fram ráðgjöf.

Vak­in er at­hygli á að veiðar úr stofn­in­um hafa verið um­fram ráðgjöf síðan 2013 og þá á bil­inu 4% til 42%.

„Við próf­an­ir á afla­regl­unni (ICES, 2016) var ekki tekið til­lit til að afli væri kerf­is­bundið um­fram ráðgjöf sam­kvæmt afla­reglu. Við nú­ver­andi um­fram­veiðar upp­fyll­ir afla­regl­an mögu­lega ekki varúðarsjón­ar­mið. Þetta get­ur leitt til auk­inn­ar áhættu á að hrygn­ing­ar­stofn­stærð fari und­ir varúðarmörk, sem leiðir til minni afrakstr­ar til lengri tíma litið, og að nýt­ing stofns­ins verði ekki leng­ur sjálf­bær," seg­ir í ráðgjaf­ar­skjali fyr­ir teg­und­ina.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kol­munna mak­ríls og norsk-ís­lenskr­ar síld­ar. Eng­ir samn­ing­ar eru til staðar um skipt­ingu afla­hlut­deild­ar milli strand­ríkj­anna. Kort/​mbl.is

Mak­ríll um­fram ráðgjöf frá 2010

At­hygli vek­ur að þrátt fyr­ir að mak­ríll hafi verið of­veidd­ur í ár­araðir – lík­lega 42% um­fram ráðgjöf 2022 – lækk­ar ráðgjöf ICES fyr­ir teg­und­ina um aðeins 2% milli ára. Tel­ur stofn­un­in að afli upp­sjáv­ar­skipa strand­ríkj­anna eigi ekki að verða meiri en 782 þúsund tonn.

„Veiðar úr stofn­in­um hafa að meðaltali verið 41% um­fram ráðgjöf síðan 2010. […] Við nú­ver­andi um­fram­veiðar upp­fyll­ir því þessi ráðgjöf sem bygg­ir á fisk­veiðidauða sem gef­ur há­marks­a­frakst­ur mögu­lega ekki varúðarsjón­ar­mið,“ seg­ir í ráðgjaf­ar­skjal­inu fyr­ir mak­ríl.

Bent er á að mak­ríll hef­ur gengið á Íslands­mið í fæðuleit yfir sum­ar­mánuðina síðan kring­um 2005. Niður­stöður ár­legs upp­sjáv­ar­vist­fræðileiðang­urs í NA-Atlants­hafi benda til minnk­andi magns mak­ríls inn­an ís­lenskr­ar lög­sögu frá ár­inu 2018 til 2021 en magnið jókst sum­arið 2022.

Nokkuð minni ráðgjöf hefur verið gefin út fyrir makríl, en …
Nokkuð minni ráðgjöf hef­ur verið gef­in út fyr­ir mak­ríl, en teg­und­in er mik­il­væg­ur nytja­stofn hér á landi sem og víðar. Ljós­mynd/​Vinnslu­stöðin

607 þúsund tonna aukn­ing í kol­munna

Ráðgjöf ICES vegna kol­munna­veiða árs­ins 2023 nem­ur 1.360 þúsund tonn­um, en á ráðgjöf­in fyr­ir 2022 nam 753 þúsund tonn­um og eykst ráðlagður há­marks­afli því um 81% milli ára.

„Niður­stöður stofn­mats sýna mikl­ar breyt­ing­ar í fisk­veiðidauða, hrygn­ing­ar­stofn­stærð og nýliðun. Stofn­matið í ár met­ur stærð 2020 ár­gangs­ins (nýliðun 1 árs árið 2021) í sögu­legu há­marki (71.6 millj­arðar) en ár­gang­ur­inn var ein­ung­is met­inn 22.8 millj­arðar í stofn­mati síðasta árs,“ seg­ir í ráðgjaf­ar­skjal­inu.

Áætlað er að heild­arafli árs­ins 2022 verði 1,1 millj­ón tonn sem er 47% um­fram ráðgjöf. Frá ár­inu 2018 hafa veiðar um­fram ráðgjöf ICES numið 23-33%. Gild­ir því sama um ráðgjöf fyr­ir kol­munna og fyr­ir mak­ríl og norsk-ís­lenska síld, sem sagt að hún taki ekki til­lit til of­veiða strand­ríkj­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »