Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ákveðið að veita fjármagni til að kortleggja eignatengsl í sjávarútvegi. Talsvert er í að þar til gerð skýrsla verði tilbúin en henni á að skila fyrir lok næsta árs, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Þar segir að eftirlitsstofnanir, sem hafa það hlutverk að fylgjast með stjórnunar- og eignatengslum í íslensku atvinnulífi, hafi að eigin frumkvæði áformað að efla samstarf sín á milli með það að markmiði að skapa betri yfirsýn yfir stjórnunar- og eignatengsl, nýta betur þekkingu á því sviði og styrkja greiningu og nauðsynleg úrræði.
„Matvælaráðuneytið hefur gert samning við Samkeppniseftirlitið um að tryggja fjárhagslegt svigrúm til að stofnunin geti ráðist í athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Samhliða er stefnt að auknu samstarfi stofnana á þessu sviði, þ.e. Samkeppniseftirlitsins, Fiskistofu, Skattsins og Seðlabanka Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Þar segir að þessari athugun sé fyrst og fremst ætlað að „auka gagnsæi og bæta stjórnsýslu á sviði eftirlits með stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi.“ En stefnt er að því að afla upplýsingar og kortleggja eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið úthlutað „ákveðnu umfangi aflaheimilda og áhrifavaldi eigenda sjávarútvegsfyrirtækja í gegnum beitingu atkvæðisréttar og stjórnarsetu í fyrirtækjum.“
Kortlagning eignatengslanna verður tekin saman í skýrslu sem afhent verður matvælaráðuneytinu eigi síðar en 31. desember 2023 og á þannig að nýtast ráðuneytinu í stefnumótunarvinnu um sjávarútveginn.
„Skýrslan mun ekki fjalla um ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins eða annarra eftirlitsstofnana um frekari athuganir eða íhlutun á grundvelli starfsheimilda eða starfsskyldna samkvæmt hlutaðeigandi lögum. Hún mun hins vegar nýtast Samkeppniseftirlitinu, Fiskistofu, Skattinum og Seðlabanka Íslands við þekkingaruppbyggingu og við beitingu lagafyrirmæla á viðkomandi sviði. Við vinnslu skýrslunnar er stefnt að því að mótuð verði upplýsingatækniumgjörð sem nýtist við frekari kortlagningu og eftirlit með stjórnunar- og eignatengslum í íslensku atvinnulífi almennt,“ segir í tilkynningunni.
Þá segir að kortlagningin og tilheyrandi skýrslugerð sé hluti af verkefninu „Auðlindin okkar“ er snýr að stefnumótun í sjávarútvegi og endurskoðun á fiskveiðilöggjöfinni.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |