Það er mokveiði á síldarmiðunum um þessar mundir og náði Beitir NK 1.322 tonnum í einu holi. Ekki var mikið verri gangur hjá Berki NK sem náði tæplega 1.100 tonnum í einu holi.
Börkur kom til hafnar í Neskaupstað í gær og hafði aflinn fengist fyrrinótt norðan við Litla-Grunn í Héraðsflóadýpinu. „Ég hef ekki heyrt af mörgum stærri. Þó fékk Beitir NK eitt sinn síldarhol á Glettinganesflaki sem reyndist vera 1.322 tonn. Athyglisvert er að við toguðum einungis í 50 mínútur þannig að þarna var síldartorfan býsna þétt,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki, í færslu á vef Síldarvinnslunnar.
„Þegar við komum út fengum við þær upplýsingar að bátarnir væru að toga í lóði sem virtist nokkuð þétt en það kæmi ekki mikið út úr því. Við fórum utar, tókum þetta hol og þar reyndist síldin vera mun þéttari. Sannleikurinn er sá að þetta er alltof stórt hol. Þyngslin voru mikil og það reyndi gífurlega á allt um borð; spil, leiðara og poka. Það hefði að öllu leyti verið betra að fá þennan afla í tveimur eða þremur holum. Við njótum þess að vera á öflugu skipi og það bjargaði miklu,“ útskýrir Hjörvar.
Hann segir í hinu mikilfenglegu holi hafi verið um 30% íslensk sumargotssíld. „Hún er afar þung enda ekki mjög feit eftir hrygningu. Þetta hefði verið auðveldara ef eingöngu hefði verið um feita norsk-íslenska síld að ræða. En þetta slapp allt saman og nú bíðum við löndunar í Norðfjarðarhöfn og vinnum við að þrífa skipið eftir túrinn. Þessi síldarvertíð gengur vel og það er mikil síld hér austur af landinu. Við höfum verið að draga stutt og rótfiskað.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 6.2.25 | 634,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 6.2.25 | 439,80 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 6.2.25 | 492,72 kr/kg |
Ýsa, slægð | 6.2.25 | 425,42 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 6.2.25 | 252,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 6.2.25 | 295,91 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 6.2.25 | 395,39 kr/kg |
6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 541 kg |
Steinbítur | 201 kg |
Ýsa | 77 kg |
Þorskur | 73 kg |
Sandkoli | 66 kg |
Þykkvalúra | 18 kg |
Samtals | 976 kg |
6.2.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.017 kg |
Skarkoli | 90 kg |
Steinbítur | 63 kg |
Grásleppa | 7 kg |
Þykkvalúra | 7 kg |
Samtals | 1.184 kg |
6.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína | |
---|---|
Þorskur | 3.370 kg |
Ýsa | 84 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Samtals | 3.461 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 6.2.25 | 634,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 6.2.25 | 439,80 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 6.2.25 | 492,72 kr/kg |
Ýsa, slægð | 6.2.25 | 425,42 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 6.2.25 | 252,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 6.2.25 | 295,91 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 6.2.25 | 395,39 kr/kg |
6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 541 kg |
Steinbítur | 201 kg |
Ýsa | 77 kg |
Þorskur | 73 kg |
Sandkoli | 66 kg |
Þykkvalúra | 18 kg |
Samtals | 976 kg |
6.2.25 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.017 kg |
Skarkoli | 90 kg |
Steinbítur | 63 kg |
Grásleppa | 7 kg |
Þykkvalúra | 7 kg |
Samtals | 1.184 kg |
6.2.25 Indriði Kristins BA 751 Lína | |
---|---|
Þorskur | 3.370 kg |
Ýsa | 84 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Samtals | 3.461 kg |