Frakkar sólgnir í ufsa

Á átta fyrstu mánuðum ársins var seldur ufsi til Frakklands …
Á átta fyrstu mánuðum ársins var seldur ufsi til Frakklands fyrir 3,2 milljarða króna. Er það meira en nokkru sinni fyrr. AFP

Frakk­ar virðast sólgn­ir í ufsa en þangað hafa verið flutt­ar ufsa­af­urðir fyr­ir 3,2 millj­arða króna á fyrstu átta mánuðum árs­ins. Það er meira en nokkru sinni fyrr, tæp­lega 70% meira en á sama tíma­bili 2021 og 255% meira en á sama tíma­bili 2020. Frakk­land hef­ur jafn­framt verið stærsti markaður­inn fyr­ir ufsa það sem af er ári, sam­kvæmt töl­um Hag­stofu Íslands.

„Útflutn­ing­ur ufsa­af­urða til Frakk­lands hef­ur stór­auk­ist og eru verðmæt­in nú þegar orðin mun meiri en þau hafa áður náð á heilu ári. Auk­inn út­flutn­ing­ur til Frakk­lands kem­ur heim og sam­an við þá auknu áherslu á fersk­fisk­vinnslu á ufsa, en Frakk­ar eru þekkt­ir fyr­ir að kunna að njóta góðs mat­ar þar sem gæði, gott hrá­efni og fersk­leiki eru í önd­vegi,“ seg­ir í grein­ingu Radars­ins.

Frakk­land er orðið langt­um stærsta viðskiptalandið þegar kem­ur að ufsa­af­urðum, það sem af er ári, og mun­ar tölu­verðu þegar kem­ur að næst stærsta viðskipta­land­inu. Á síðasta ári varð Frakk­land í fyrsta sinn stærsta viðskiptalandið með ufsa­af­urðir, en á ár­un­um 2019 og 2020 var Pól­land efst á blaði og fyr­ir þann tíma var Þýska­land á toppn­um.

Mynd/​Radar­inn

Meira magn unnið hér á landi

Heilt yfir hef­ur orðið marg­falt meiri aukn­ing í út­flutn­ings­verðmæti ufsa­af­urða en til að mynda þorskaf­urða. Á fyrstu átta mánuðum nam út­flutn­ings­verðmæti þeirra 14 millj­örðum króna sem er 57% meira en á sama tíma­bili 2021, en magn hef­ur dreg­ist sam­an um 8% á sama tíma.

„Vissu­lega hef­ur afurðaverð á ufsa hækkað á und­an­förn­um mánuðum, en það er þó meira í spil­un­um en það. Þessa miklu aukn­ingu í verðmæt­um má að stór­um hluta rekja til þess að full­vinnsla á ufsa heima fyr­ir hef­ur stór­auk­ist á milli ára. Þannig hef­ur út­flutn­ing­ur á fersk­um ufsa­flök­um aldrei verið meiri en nú í ár, auk þess sem veru­leg aukn­ing er í út­flutn­ingi á fryst­um flök­um,“ seg­ir í grein­ing­unni.

Bent er á að á und­an­förn­um árum hafi út­flutn­ing­ur á heil­um og hauskorn­um ufsa verið um þriðjung­ur af út­fluttu magni á fyrstu átta mánuðunum, en nú í ár er hlut­fallið 18%. „Þetta eitt og sér leiðir til þess að minna er flutt út að magni til en verðmæta­sköp­un inn­an­lands verður meiri fyr­ir vikið, með til­heyr­andi já­kvæðum áhrif­um á þjóðarbúið.“

Mynd/​Radar­inn
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.252 kg
Ýsa 565 kg
Þorskur 166 kg
Skarkoli 59 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 6.069 kg
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.252 kg
Ýsa 565 kg
Þorskur 166 kg
Skarkoli 59 kg
Hlýri 27 kg
Samtals 6.069 kg
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg

Skoða allar landanir »