Frakkar sólgnir í ufsa

Á átta fyrstu mánuðum ársins var seldur ufsi til Frakklands …
Á átta fyrstu mánuðum ársins var seldur ufsi til Frakklands fyrir 3,2 milljarða króna. Er það meira en nokkru sinni fyrr. AFP

Frakkar virðast sólgnir í ufsa en þangað hafa verið fluttar ufsaafurðir fyrir 3,2 milljarða króna á fyrstu átta mánuðum ársins. Það er meira en nokkru sinni fyrr, tæplega 70% meira en á sama tímabili 2021 og 255% meira en á sama tímabili 2020. Frakkland hefur jafnframt verið stærsti markaðurinn fyrir ufsa það sem af er ári, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

„Útflutningur ufsaafurða til Frakklands hefur stóraukist og eru verðmætin nú þegar orðin mun meiri en þau hafa áður náð á heilu ári. Aukinn útflutningur til Frakklands kemur heim og saman við þá auknu áherslu á ferskfiskvinnslu á ufsa, en Frakkar eru þekktir fyrir að kunna að njóta góðs matar þar sem gæði, gott hráefni og ferskleiki eru í öndvegi,“ segir í greiningu Radarsins.

Frakkland er orðið langtum stærsta viðskiptalandið þegar kemur að ufsaafurðum, það sem af er ári, og munar töluverðu þegar kemur að næst stærsta viðskiptalandinu. Á síðasta ári varð Frakkland í fyrsta sinn stærsta viðskiptalandið með ufsaafurðir, en á árunum 2019 og 2020 var Pólland efst á blaði og fyrir þann tíma var Þýskaland á toppnum.

Mynd/Radarinn

Meira magn unnið hér á landi

Heilt yfir hefur orðið margfalt meiri aukning í útflutningsverðmæti ufsaafurða en til að mynda þorskafurða. Á fyrstu átta mánuðum nam útflutningsverðmæti þeirra 14 milljörðum króna sem er 57% meira en á sama tímabili 2021, en magn hefur dregist saman um 8% á sama tíma.

„Vissulega hefur afurðaverð á ufsa hækkað á undanförnum mánuðum, en það er þó meira í spilunum en það. Þessa miklu aukningu í verðmætum má að stórum hluta rekja til þess að fullvinnsla á ufsa heima fyrir hefur stóraukist á milli ára. Þannig hefur útflutningur á ferskum ufsaflökum aldrei verið meiri en nú í ár, auk þess sem veruleg aukning er í útflutningi á frystum flökum,“ segir í greiningunni.

Bent er á að á undanförnum árum hafi útflutningur á heilum og hauskornum ufsa verið um þriðjungur af útfluttu magni á fyrstu átta mánuðunum, en nú í ár er hlutfallið 18%. „Þetta eitt og sér leiðir til þess að minna er flutt út að magni til en verðmætasköpun innanlands verður meiri fyrir vikið, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á þjóðarbúið.“

Mynd/Radarinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 625,25 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 470,28 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 258,44 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 307,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 393,15 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 2.650 kg
Skarkoli 1.994 kg
Sandkoli 359 kg
Steinbítur 134 kg
Ýsa 61 kg
Grásleppa 19 kg
Samtals 5.217 kg
7.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 177 kg
Ýsa 76 kg
Steinbítur 42 kg
Sandkoli 8 kg
Samtals 303 kg
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 153 kg
Þorskur 42 kg
Karfi 13 kg
Samtals 208 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 625,25 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 470,28 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 258,44 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 307,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 393,15 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 2.650 kg
Skarkoli 1.994 kg
Sandkoli 359 kg
Steinbítur 134 kg
Ýsa 61 kg
Grásleppa 19 kg
Samtals 5.217 kg
7.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 177 kg
Ýsa 76 kg
Steinbítur 42 kg
Sandkoli 8 kg
Samtals 303 kg
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 153 kg
Þorskur 42 kg
Karfi 13 kg
Samtals 208 kg

Skoða allar landanir »