„Hefur Fiskistofa aldrei heyrt um meðalhófsreglu?“

Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir óeðlilegt hve hart Fiskistofa …
Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir óeðlilegt hve hart Fiskistofa tekur á smábátasjómönnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hefur Fiskistofa aldrei heyrt um meðalhófsreglu?“ spurði Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda (LS), í setningarræðu sinni á aðalfundi LS á hótel Natura í dag. Vísaði Arthur til eftirlits Fiskistofu með smábátaútgerðum og fullyrti hann að „trillukarlar hafa stöðu grunaðs þar til annað kemur í ljós“.

Telur hann Fiskistofu hafa beitt smábátaútgerðum allt of mikilli hörku við hin minnstu brot en á sama tíma ekki fylgst með stæri fiskiskipum þar sem afli er mun meiri.

Arthur segir Fiskistofu ekki hafa rannsakað ábendingar um stórfellt brottkast svo sem að um borð í togurum væri búnaður sem „hakkar í spað“ afla sem sé hent. Hafi stofnunin borið fyrir sér manneklu, en á sama tíma hafi smábáti sem hent hefur „nokkrum smá-ufsum“ hótað með allt að sex ára fangelsi.

Í lok ræðu sinnar hvatti Arthur til samstöðu innan félagsins. „Það er svo margfalt meira sem sameinar okkur.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, Minnti í ræðu sinni á kröfu félagsins um að strandveiðisjómönnum verði tryggðir 48 veiðidagar.

Þá sagði hann LS fagna þingsályktunartillögu fimm þingmanna VG er snýr að því að auka hlutdeild atvinnu- og byggðakvóta í heildaraflaheimildum úr 5,3% í 8,3%.

Þó leggur LS til að kvótinn sem bætt verði við verði sóttur af stórútgerðinni í aflamarkskerfinu og að krókaaflamarksbátarnir verði undanþegnir þessum skerðingum. Enda hefur hagræðing stórútgerðarinnar verið helsta ástæða þess að störfum hafi fækkað, fullyrti Örn.

Aðalfundinum lýkur á morgun en þá verða bornar undir fundinn tillögur málefnanefnda sem hófur störf í dag.

Örn Pálsson (t.h.) segir eðlilegt að auknar heimildir til atvinnu- …
Örn Pálsson (t.h.) segir eðlilegt að auknar heimildir til atvinnu- og byggðakvóta verði teknar af stórútgerðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Benni Vagn ÍS 220 Handfæri
Ýsa 7 kg
Karfi 5 kg
Samtals 12 kg
16.7.24 Hallbjörg HU 713 Handfæri
Þorskur 718 kg
Karfi 32 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 774 kg
16.7.24 Draupnir ÍS 717 Handfæri
Þorskur 716 kg
Samtals 716 kg
16.7.24 Ingunn ÍS 193 Handfæri
Þorskur 652 kg
Samtals 652 kg
16.7.24 Hafborg EA 152 Dragnót
Ýsa 10.649 kg
Þorskur 652 kg
Steinbítur 454 kg
Skarkoli 432 kg
Sandkoli 211 kg
Hlýri 81 kg
Samtals 12.479 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Benni Vagn ÍS 220 Handfæri
Ýsa 7 kg
Karfi 5 kg
Samtals 12 kg
16.7.24 Hallbjörg HU 713 Handfæri
Þorskur 718 kg
Karfi 32 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 774 kg
16.7.24 Draupnir ÍS 717 Handfæri
Þorskur 716 kg
Samtals 716 kg
16.7.24 Ingunn ÍS 193 Handfæri
Þorskur 652 kg
Samtals 652 kg
16.7.24 Hafborg EA 152 Dragnót
Ýsa 10.649 kg
Þorskur 652 kg
Steinbítur 454 kg
Skarkoli 432 kg
Sandkoli 211 kg
Hlýri 81 kg
Samtals 12.479 kg

Skoða allar landanir »