Brim hefur náð samkomulagi um kaup á 50% hlutafjár í danska félaginu Polar Seafood fyrir um 12 milljarða króna.
Samkomulag hefur náðst um kaup á hlutabréfum í danska félaginu fyrir um 245 milljónir danskra króna og að auki hefur Brim skráð sig fyrir nýjum hlutum í félaginu fyrir 380 milljónir danskra króna.
Heildarkaupverðið sem Brim greiðir er um 625 milljónir danskra króna eða sem samsvarar um 12 milljörðum íslenskra króna. Að því gefnu að viðskiptin gangi í gegn mun Brim eignast 50% hlutafjár félagsins, eins og áður sagði.
Samkomulagið er háð hefðbundnum skilyrðum, eins og samþykki viðkomandi yfirvalda. Eftirstandandi hlutir verða í eigu Polar Seafood Greenland A/S.
Polar Seafood Denmark A/S er sölufyrirtæki, vinnsluaðili og útflytjandi hágæða villtra sjávarafurða úr Norður-Atlantshafi.
Ársvelta félagsins á síðasta ári nam um 3.800 milljónum danskra króna. Félagið hagnaðist um 229 milljónir danskra króna á sama tímabili, sem samsvarar 4,4 milljörðum króna.
„Polar Seafood Denmark A/S er vel þekkt fyrirtæki með langa sögu í sölu sjávarafurða úr Norður-Atlantshafi. Reksturinn er traustur og starfsfólkið hefur víðtæka reynslu af því að þjóna alþjóðlegum mörkuðum með sjávarafurðir. Stofnun samstarfs við Polar Seafood Danmörku er jákvætt skref og mun styrkja sölunet okkar á sjávarfangi úr Norður-Atlantshafi," er haft eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, í tilkynningu.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.2.25 | 606,34 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.2.25 | 509,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.2.25 | 460,29 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.2.25 | 248,47 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.2.25 | 247,20 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.2.25 | 380,21 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.2.25 | 606,34 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.2.25 | 509,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.2.25 | 460,29 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.2.25 | 248,47 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.2.25 | 247,20 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.2.25 | 380,21 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |