Brim fjárfestir í dönsku félagi fyrir 12 milljarða

Guðmundur Kristjánsson í Brimi.
Guðmundur Kristjánsson í Brimi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Brim hefur náð samkomulagi um kaup á 50% hlutafjár í danska félaginu Polar Seafood fyrir um 12 milljarða króna. 

Samkomulag hefur náðst um kaup á hlutabréfum í danska félaginu fyrir um 245 milljónir danskra króna og að auki hefur Brim skráð sig fyrir nýjum hlutum í félaginu fyrir 380 milljónir danskra króna. 

Heildarkaupverðið sem Brim greiðir er um 625 milljónir danskra króna eða sem samsvarar um 12 milljörðum íslenskra króna. Að því gefnu að viðskiptin gangi í gegn mun Brim eignast 50% hlutafjár félagsins, eins og áður sagði. 

Skilaði 4,4 milljarða hagnaði í fyrra

Samkomulagið er háð hefðbundnum skilyrðum, eins og samþykki viðkomandi yfirvalda. Eftirstandandi hlutir verða í eigu Polar Seafood Greenland A/S. 

Polar Seafood Denmark A/S er sölufyrirtæki, vinnsluaðili og útflytjandi hágæða villtra sjávarafurða úr Norður-Atlantshafi.

Ársvelta félagsins á síðasta ári nam um 3.800 milljónum danskra króna. Félagið hagnaðist um 229 milljónir danskra króna á sama tímabili, sem samsvarar 4,4 milljörðum króna. 

Jákvætt skref

„Polar Seafood Denmark A/S er vel þekkt fyrirtæki með langa sögu í sölu sjávarafurða úr Norður-Atlantshafi. Reksturinn er traustur og starfsfólkið hefur víðtæka reynslu af því að þjóna alþjóðlegum mörkuðum með sjávarafurðir. Stofnun samstarfs við Polar Seafood Danmörku er jákvætt skref og mun styrkja sölunet okkar á sjávarfangi úr Norður-Atlantshafi," er haft eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 606,34 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 247,20 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 380,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 606,34 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 247,20 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 380,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »