Runólfur Runólfsson skipstjóri á Barða NK, segir kolmunnaveiðarnar ekki jafn góðar nú og undabfarnar vikur. Barði NK kom með 1.230 tonn af kolmunna til Neskaupstaðar skömmu fyrir hádegi í gær.
„Nú virðist fiskurinn vera að dreifa sér og ganga suður eftir inn í færeysku lögsöguna. Þennan afla fengum við í sex holum og fór aflinn minnkandi með hverju holi,“ segir Runólfur í færslu á vef Síldarvinnslunnar.
„Í fyrsta holinu fengum við 260 tonn en einungis 70 í því síðasta. Annars er veiðin búin að vera góð í Rósagarðinum og á Þórsbankanum að undanförnu og við kvörtum ekkert. Barði er búinn að fiska þarna hátt í 6000 tonn frá því í lok september og Beitir tók einn 2.000 tonna túr. Þá hafa fleiri skip verið að fá góðan afla. Þessar veiðar hófust seinna í fyrra og entust þá heldur lengur. Fiskurinn hefur göngu sína suður fyrr en í fyrra. Auðvitað er það mikilvægt að veiða kolmunna innan íslenskrar lögsögu og því eru þessar veiðar mikilvægar. Ég geri ráð fyrir því að kolmunnaveiðum verði hætt í bili og nú munum við þrífa skipið hátt og lágt og skipta um troll. Svo ætla menn að njóta árshátíðarinnar sem verður í Gdansk eftir rúma viku,“ segir Runólfur.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.2.25 | 606,34 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.2.25 | 509,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.2.25 | 460,29 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.2.25 | 248,47 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.2.25 | 247,20 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.2.25 | 380,21 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.2.25 | 606,34 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.2.25 | 509,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.2.25 | 460,29 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.2.25 | 248,47 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.2.25 | 247,20 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.2.25 | 380,21 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |