Sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 65 milljarða

Heildartekjur sjávarútvegsins námu 309 milljarða króna á síðasta ári.
Heildartekjur sjávarútvegsins námu 309 milljarða króna á síðasta ári. Ljósmynd/Ægir Óskar Gunnarsson

Hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja var á síðasta ári 65 milljarðar króna sem er veruleg aukning frá 2020 þegar hagnaðurinn nam 29 milljörðum króna. Rekja má þennan mikla mun meðal annars til 19 milljarða gengistaps 2020, að því er fram kom í kynningu Jónasar Gests Jónassonar, endurskoðanda hjá Deloitte, á sjávarútvegsdeginum sem haldinn var á Hilton Nordica í morgun.

Sjávarútvegsfyrirtækin fjárfestu fyrir 25 milljarða á síðasta ári. Jónas sagði athyglivert að fjárfestingar fyrirtækjanna undanfarin fimm ár séu um það bil 60% af hagnaði þeirra.

Heildartekjur í sjávarútvegi í fyrra 309 milljarðar króna sem er 25 milljarða aukning frá árinu á undan, skipti þar loðnuveiðar töluverð máli, að sögn Jónasar. Skuldir námu 457 milljörðum 2021 sem er 4 milljörðum minna en árið á undan.

Meira greitt í opinber gjöld

Fram kom að sjávarútvegsfyrirtækin hafi greitt út 18,5 milljarða arð 2021 sem er um 14% minna en árið á undan. Um helmingur þessara greiðslna má rekja til skráðra félaga en Síldarvinnslan færði hluthöfum hlutabréf í Sjóvá að verðmæti 7 milljarða og greiddi Brim út tveggja milljarða arð til hluthafa.

Bein opinber gjöld sjávarútvegsfyrirtækja námu á síðasta ári 22,3 milljarða króna sem er 28% meira en árið á undan. Má rekja aukninguna að mestu til veiðigjalda sem hækkuðu um rétt rúma þrjá milljarða í 7,9 milljarða króna. Þá hækkaði tekjuskattur um tæpa tvo milljarða í 9,2 milljarða, auk þess sem greiddir voru 5,2 milljarðar í tryggingagjald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.2.25 598,93 kr/kg
Þorskur, slægður 10.2.25 616,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.2.25 419,44 kr/kg
Ýsa, slægð 10.2.25 347,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.2.25 226,96 kr/kg
Ufsi, slægður 10.2.25 301,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 10.2.25 398,27 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.2.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 17.263 kg
Samtals 17.263 kg
10.2.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 12.641 kg
Ýsa 4.797 kg
Karfi 222 kg
Samtals 17.660 kg
10.2.25 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 264 kg
Steinbítur 94 kg
Ýsa 54 kg
Langa 48 kg
Keila 28 kg
Samtals 488 kg
10.2.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 2.996 kg
Steinbítur 2.092 kg
Ýsa 1.987 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 7.092 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.2.25 598,93 kr/kg
Þorskur, slægður 10.2.25 616,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.2.25 419,44 kr/kg
Ýsa, slægð 10.2.25 347,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.2.25 226,96 kr/kg
Ufsi, slægður 10.2.25 301,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 10.2.25 398,27 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.2.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 17.263 kg
Samtals 17.263 kg
10.2.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 12.641 kg
Ýsa 4.797 kg
Karfi 222 kg
Samtals 17.660 kg
10.2.25 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 264 kg
Steinbítur 94 kg
Ýsa 54 kg
Langa 48 kg
Keila 28 kg
Samtals 488 kg
10.2.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 2.996 kg
Steinbítur 2.092 kg
Ýsa 1.987 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 7.092 kg

Skoða allar landanir »