Tundurdufl kom í veiðarfæri togskips

Tundurduflið sem festist í veiðarfærum togskipsins.
Tundurduflið sem festist í veiðarfærum togskipsins. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Séraðgerðarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gær vegna djúpsprengju sem hafði komið í veiðarfæri togskips. Um var að ræða breskt tundurdufl frá seinni heimsstyrjöldinni en enn þann dag í dag kemur fyrir að um 80 ára gömul vígtól komi í veiðarfæri íslenskra fiskiskipa.

Að eyða slíkum sprengjum getur þó reynst stórhættulegt, sérstaklega í ljósi aldurs þeirra og hugsanlegrar tæringar. 

Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar segir að séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit hafi lagt af stað til Siglufjarðar eftir að tilkynningin um sprengjuna hafi borist. Skipið hafði verið á siglingu norður af landinu og áætlaði að landa í bænum.

Sveitin var komin á Siglufjörð í gærkvöldi og hélt strax til móts togskipið á slöngubát.

Þegar klukkan var farin að ganga tvö í nótt var sveitin komin um borð og hífði djúpsprengjuna sem reyndist vera tundurdufl í bátinn og fór með það í land. Um hádegisbil í dag var síðan farið með tundurduflið út á Siglunes þar sem því var eytt. 

Þá hafði slökkviliðsstjórinn á Siglufirði einnig samband við séraðgerðasveitina sem þá var stödd í bænum og tjáði sprengjusérfræðingunum að í morgun hafi hann fengið vitneskju um áratugagamlar hvellhettur fyrir dínamít sem nauðsynlegt væri að eyða.

Sveitin brást við beiðninni og eyddi hvellhettunum örugglega. „Dagurinn á Siglufirði var því nokkuð annasamur fyrir sprengjusérfræðingana,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.2.25 580,94 kr/kg
Þorskur, slægður 10.2.25 616,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.2.25 420,36 kr/kg
Ýsa, slægð 10.2.25 339,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.2.25 223,23 kr/kg
Ufsi, slægður 10.2.25 301,85 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 10.2.25 395,66 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.2.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.400 kg
Samtals 1.400 kg
11.2.25 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Þorskur 2.107 kg
Steinbítur 836 kg
Ýsa 822 kg
Samtals 3.765 kg
11.2.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 2.188 kg
Grásleppa 28 kg
Ýsa 18 kg
Karfi 16 kg
Skarkoli 5 kg
Samtals 2.255 kg
11.2.25 Gullver NS 12 Botnvarpa
Þorskur 22.282 kg
Ýsa 18.138 kg
Karfi 7.239 kg
Samtals 47.659 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.2.25 580,94 kr/kg
Þorskur, slægður 10.2.25 616,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.2.25 420,36 kr/kg
Ýsa, slægð 10.2.25 339,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.2.25 223,23 kr/kg
Ufsi, slægður 10.2.25 301,85 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 10.2.25 395,66 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.2.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.400 kg
Samtals 1.400 kg
11.2.25 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Þorskur 2.107 kg
Steinbítur 836 kg
Ýsa 822 kg
Samtals 3.765 kg
11.2.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 2.188 kg
Grásleppa 28 kg
Ýsa 18 kg
Karfi 16 kg
Skarkoli 5 kg
Samtals 2.255 kg
11.2.25 Gullver NS 12 Botnvarpa
Þorskur 22.282 kg
Ýsa 18.138 kg
Karfi 7.239 kg
Samtals 47.659 kg

Skoða allar landanir »