„Við erum að rembast við að vera 365“

Þorsteinn Már Baldvinsson sagðoi í ræðu sinni stóru spurninguna fyrir …
Þorsteinn Már Baldvinsson sagðoi í ræðu sinni stóru spurninguna fyrir íslenskan sjávarútveg hvort hann eigi að geta boðið sama afhendingaröryggi í sama mæli og hægt er að gera í laxi. mbl.is/Hákon Pálsson

Stærsta áskor­un ís­lensks sjáv­ar­út­vegs til framtíðar er hvort hann ætli að halda áfram að iðnvæðast þannig að hann geti tryggt stöðugt fram­boð afurða, all­an árs­ins hring, eða það sem kallað er 365. Þetta er mat Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, for­stjóra Sam­herja.

Þor­steinn hélt ræðu á sjáv­ar­út­vegs­deg­in­um sem fram fór á Hilt­on Nordic í Reykja­vík í morg­un. Sagði hann umræðan um sjáv­ar­út­veg eigi það til að snú­ast um veiðar en minna sé rætt um hagi og kröf­ur neyt­and­ans.

„Við erum háð því að geta selt inn í smá­söl­una og það sem er að ger­ast er að eldisaf­urðir eru að taka yfir stór­an hluta af þess­um neyt­enda­markaði. Þær taka sí­fellt meira pláss í hill­un­um. Fisk­borðum fækk­ar og er þró­un­in meira yfir í pakkaðar afurðir,“ út­skýrði hann og vakti at­hygli á að lax­inn hef­ur verið dýr­ari en þorsk­ur­inn síðastliðin ár. Í Þýskalandi var verð á laxi til að mynda þre­falt hærra en það sem greitt var fyr­ir þorsk.

Borga fyr­ir af­hend­ingarör­yggi

„Stóra spurn­ing­in er, af hverju er þetta orðið svona? Það sem eldisaf­urðir hafa fram yfir veiðar er að geta sagst út­vega fisk alla daga árs­ins,“ sagði Þor­steinn. Full­yrti hann að með því að geta stýrt fram­leiðslunni væri hægt að tryggja af­hend­ingarör­yggi fyr­ir kaup­end­ur og væru þeir til­bún­ir að borga mjög hátt verð fyr­ir það eitt. Á sama tíma get­ur neyt­and­inn alltaf gengið að fullri hillu í mat­væla­versl­un­um. „Neyt­and­inn vill fyr­ir­sjá­an­leika, ein­fald­leika og gæði.“

Þá hafi helsta vígi þorsks­ins verið Bret­land. Þar eru gerðar mikl­ar kröf­ur og greitt vel. Tesco gjör­breytti markaðnum þegar fyr­ir­tækið ákvað að fara úr fersk­um fiski í þídd­an fisk, sem er sjó­fryst­ur heill og unn­inn. Með því að nýta heilfryst­an þorsk frá Nor­egi og Rússlandi sem unn­inn er nær mörkuðum hef­ur feng­ist þessi stöðug­leiki sem er í lax­in­um. „Menn nenna ekki að vera í vafa um það hvort fisk­ur­inn kem­ur.“

Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur bar­ist fyrir því að geta boðið af­hend­ingarör­yggi. Því hef­ur veiðum verið stýrt á þann veg að jafn­ara fram­boð sé af hrá­efni í stað þess að gera eins og Norðmenn, þar sem veitt er lang­mest á fyrstu þrem­ur mánuðum árs­ins, út­skýrði Þor­steinn. „Við erum að rembast við að vera [til reiðu] 365 [daga árs­ins].“

Þorsteinn Már Baldvinsson ávarpaði gesti á sjávarútvegsdeginum.
Þor­steinn Már Bald­vins­son ávarpaði gesti á sjáv­ar­út­vegs­deg­in­um. mbl.is/​Há­kon Páls­son

Ekki sjálfsagt

Þá er ljóst að út­flutn­ing­ur á óunn­um fiski eykst á þeim árs­tíma sem smærri bát­ar stunda sín­ar veiðar, til að mynda yfir strand­veiðitíma­bilið, að sögn Þor­steins. Vegna þessa þyki aug­ljóst að hug­mynd­ir um að færa veiðiheim­ild­ir yfir á smærri báta dragi úr getu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna til að tryggja nægt fram­boð hrá­efn­is fyr­ir fisk­vinnsl­urn­ar, sagði Þor­steinn og minnti á að það er ekk­ert sem hindr­ar er­lenda aðila í því að kaupa fisk á ís­lensk­um fisk­mörkuðum.

Hann sagði jafn­framt það hafa verið bar­áttu að út­vega nægt hrá­efni svo yrði hægt að tryggja fólki ör­ugg heils­árs­störf. „Fólkið okk­ar kem­ur klukk­an átta á mánu­dag og fer klukk­an fjög­ur á föstu­dag. Í frysti­hús­inu á Dal­vík var fólkið ekki með vinnu einn dag. Hjá ÚA var fisk­ur alla daga. Það er í sjálfu sér af­rek í ljósi þess að afla­heim­ild­ir hafa verið skert­ar.“

For­send­ur þess að hægt sé að tryggja af­hend­ingarör­yggi er fyr­ir­sjá­an­leiki og mik­il­vægt sam­spil veiða, vinnslu og sölu. Dæmi um mik­il­vægi þess­ara for­sendna væri að hvergi í Nor­egi væri vinnsla eins og á Dal­vík. „Stóra spurn­ing­in fyr­ir ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg er: Verður fisk­vinnsla á Íslandi 365?“ spurði Þor­steinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.3.25 518,32 kr/kg
Þorskur, slægður 14.3.25 481,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.3.25 284,18 kr/kg
Ýsa, slægð 14.3.25 293,89 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.3.25 207,69 kr/kg
Ufsi, slægður 14.3.25 250,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 14.3.25 219,52 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.618 kg
Ýsa 1.287 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 38 kg
Samtals 2.986 kg
14.3.25 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 415 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 424 kg
14.3.25 Víkurröst VE 70 Handfæri
Ufsi 819 kg
Þorskur 515 kg
Samtals 1.334 kg
14.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 2.515 kg
Þorskur 407 kg
Samtals 2.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.3.25 518,32 kr/kg
Þorskur, slægður 14.3.25 481,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.3.25 284,18 kr/kg
Ýsa, slægð 14.3.25 293,89 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.3.25 207,69 kr/kg
Ufsi, slægður 14.3.25 250,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 14.3.25 219,52 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.618 kg
Ýsa 1.287 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 38 kg
Samtals 2.986 kg
14.3.25 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 415 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 424 kg
14.3.25 Víkurröst VE 70 Handfæri
Ufsi 819 kg
Þorskur 515 kg
Samtals 1.334 kg
14.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 2.515 kg
Þorskur 407 kg
Samtals 2.922 kg

Skoða allar landanir »