Nýtt stjórnendateymi hjá Geo Salmo

Karl Kári Másson, Eva Dögg Jóhannesdóttir, Garðar Sigþórsson, Jóhannes Gíslason …
Karl Kári Másson, Eva Dögg Jóhannesdóttir, Garðar Sigþórsson, Jóhannes Gíslason og Eyþór Helgason hafa verið ráðin inn í lykilstöður hjá landesldisfyrirtækinu Geo Salmo. Ljósmynd/Geo Salmo

Fimm nýir starfsmenn hafa verið ráðnir hjá landeldisfyrirtækinu Geo Salmo sem vinnur nú að því að koma upp umfangsmikilli framleiðslu á laxi skammt frá Þorlákshöfn.

Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að nýju starfsmennirnir „koma til með að sinna margs konar verkefnum tengdum uppbygginu félagsins, en fiskeldisstöðin og tengdar byggingar eru meðal stærstu framkvæmda sem einkaaðili hefur ráðist í á Íslandi.“

Í ágúst undirritaði fyrirtækið samning við norska fyrirtækið Artec Aqua um hönnun og uppbyggingu stöðvarinnar og er heildarverðmæti samningsins á bilinu 21 til 25 milljarða króna. Eftir byggingu fyrsta áfanga á stöðin að geta framleitt 7.300 tonn árlega en fullbyggð getur framleiðslan ná 20 þúsund tonnum.

Með mikla reynsla að baki

Eva Dögg Jóhannesdóttir gegnir starfi gæða- og umhverfisstjóra fyrirtækisins og hóf störf snemma í haust. Í tilkynningunni segir að sé sjávarlíffræðingur en hafi einnig numið fiskeldisfræði. Hún hefur margþætta reynslu af rannsóknum  sem tengjast umhverfisáhrifum fiskeldis en starfaði síðast að leyfamálum og rannsóknum hjá Arctic Fish.

Eyþór Helgason hóf einnig störf snemma hausts sem tæknistjóri félagsins. Hann er tæknifræðingur og vélstjóri og hefur víðtæka reynslu af hönnun og rekstri flókinna tæknilegra kerfa. Hann mun stýra verkefnum er snúa að vélbúnaði og uppbyggingu mannvirkja.

Karl Kári Másson hóf störf á dögunum sem fjármálastjóri Geo Salmo. Hann er viðskiptafræðingur með MBA gráðu og hefur m.a. starfað í ýmsum stöðum hjá Landsbankanum og Kviku, og nú síðast í fyrirtækjaráðgjöf Kviku í 5 ár.

Garðar Sigþórsson hóf nýverið störf sem yfirmaður seiðaeldis. Hann er fiskeldisfræðingur og hefur yfir 20 ára reynslu í fiskeldi á landi, hjá Stofnfiski, Arnarlaxi og Löxum fiskeldi. Hann mun koma að öllu seiðaeldi fyrirtækisins, m.a. endurbyggingu seiðastöðvar félagsins í Landsveit og uppbyggingu nýrrar seiðastöðvar í Ölfusi.

Jóhannes Gíslason mun hefja störf á næstu misserum, en hann hefur verið ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Geo Salmo. Jóhannes er viðskiptafræðingur með sterka reynslu af sölu fiskafurða, þ.á.m. síðastliðin 6 ár hjá Arnarlaxi. Hann mun byggja upp sölukerfi og markaðsstaðsetningu fyrirtækisins.

„Geo Salmo stefnir á umfangsmikinn vöxt á næstu árum og afar mikilvægt fyrir félagið að njóta liðsinnis starfsfólks með fjölbreytta reynslu af viðfangsefnum fyrirtækisins. Það er verulega ánægjulegt að sjá að fyrirtækið er aðlaðandi fyrir reynslumikið starfsfólk og teymið er nú vel í stakk búið að takast á við verkefnin framundan,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri Geo Salmo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.2.25 594,32 kr/kg
Þorskur, slægður 11.2.25 546,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.2.25 382,28 kr/kg
Ýsa, slægð 11.2.25 356,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.2.25 227,70 kr/kg
Ufsi, slægður 11.2.25 264,97 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 11.2.25 407,29 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.2.25 Hilmir ST 1 Línutrekt
Þorskur 3.079 kg
Steinbítur 83 kg
Samtals 3.162 kg
11.2.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.852 kg
Þorskur 2.683 kg
Keila 16 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.556 kg
11.2.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 7.174 kg
Steinbítur 1.256 kg
Ýsa 637 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 9.073 kg
11.2.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Þorskur 3.460 kg
Steinbítur 1.943 kg
Ýsa 1.546 kg
Samtals 6.949 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.2.25 594,32 kr/kg
Þorskur, slægður 11.2.25 546,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.2.25 382,28 kr/kg
Ýsa, slægð 11.2.25 356,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.2.25 227,70 kr/kg
Ufsi, slægður 11.2.25 264,97 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 11.2.25 407,29 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.2.25 Hilmir ST 1 Línutrekt
Þorskur 3.079 kg
Steinbítur 83 kg
Samtals 3.162 kg
11.2.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.852 kg
Þorskur 2.683 kg
Keila 16 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.556 kg
11.2.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 7.174 kg
Steinbítur 1.256 kg
Ýsa 637 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 9.073 kg
11.2.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Þorskur 3.460 kg
Steinbítur 1.943 kg
Ýsa 1.546 kg
Samtals 6.949 kg

Skoða allar landanir »