Brynjólfi VE lagt við bryggju og áhöfn sagt upp

Ákveðið hefur verið að hætta að gera út Brynjólf VE …
Ákveðið hefur verið að hætta að gera út Brynjólf VE vegna tíðra bilana og skerðingu aflaheimilda. Ljósmynd/Vinnslystöðin

Stjórn­end­ur Vinnslu­stöðvar­inn­ar hafa ákveðið að hætta að gera út Brynj­ólf VE-3 og leggja skip­inu. Áhöfn­inni var til­kynnt þetta í gær og öll­um skip­verj­um jafn­framt sagt upp störf­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem birt hef­ur verið á vef út­gerðar­inn­ar. Þar seg­ir Sig­ur­geir B. Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, tíðar bil­an­ir og kvóta­skerðingu ástæðurn­ar fyr­ir ákvörðun­inni, en reynt verður að finna pláss fyr­ir áhöfn­ina á öðrum skip­um.

Ekki er um að ræða fyrsta skipið sem lagt er af þess­um ástæðum á ár­inu, en Stefni ÍS var lagt í sept­em­ber og áhöfn sagt upp vegna skorts á afla­heim­ild­um. Einnig er vitað til þess að Harðbak EA hafi verið lagt tíma­bundið, en þeirri áhöfn var út­vegað önn­ur störf á öðrum skip­um.

Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Sig­ur­geir B. Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son.

„Við höf­um ann­ars veg­ar lent í tíðum bil­un­um með Brynj­ólf und­an­farna mánuði með til­heyr­andi trufl­un­um í út­gerð og kostnaði. Það sér ekki fyr­ir enda á þeim vand­ræðum. Þess vegna get­um við ekki treyst því að rekst­ur skips­ins gangi eðli­lega fyr­ir sig fram­veg­is enda skipið orðið gam­alt og slitið,“ út­skýr­ir Sig­ur­geir.

„Hins veg­ar hef­ur svo kvóta­skerðing­in í karfa áhrif. Við höf­um ein­fald­lega ekki næg­ar afla­heim­ild­ir í karfa fyr­ir þau þrjú tog­skip sem við ger­um út. Þetta er staðan og við henni þarf að bregðast.  Við mun­um leit­ast við að út­vega skip­verj­um á Brynj­ólfi pláss á öðrum skip­um Vinnslu­stöðvar­inn­ar eft­ir því sem unnt er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »