Harðbaki EA lagt en engum sagt upp

Harðbaki EA hefur verið lagt vegna skorts á aflaheimildum. Miklar …
Harðbaki EA hefur verið lagt vegna skorts á aflaheimildum. Miklar skerðingar hafa átt sér stað undanfarin ár. Ljósmynd/Samherji

Mik­il áskor­un verður að halda úti fullri starf­semi hjá Sam­herja og Útgerðarfé­lagi Ak­ur­eyr­inga á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári vegna þeirra miklu skerðinga sem hafa átt sér stað í út­gefn­um veiðiheim­ild­um. Hef­ur Harðbaki EA þegar verið tíma­bundið lagt við bryggju.

Þetta kem­ur fram í færslu á vef Sam­herja.

Þar seg­ir að frá fisk­veiðiár­inu 2020/​2021 til árs­ins 2022/​2023, sem hófst 1. sept­em­ber síðastliðinn, hafa veiðiheim­ild­ir fé­lag­anna í þorski dreg­ist sam­an um nærri fimmt­ung, eða um 3.800 tonn.

Bara nú við fisk­veiðiára­mót­in voru heim­ild­ir í þorski skert­ar um 1.220 tonn eða 6,3%. Þá minnkuðu heim­ild­ir í gull­karfa um 20%, djúpkarfa um 21% og ufsa um 8%.

Ígildi tveggja vikna vinnslu

Tog­ar­an­um Harðbak EA hef­ur verið lagt tíma­bundið vegna skertra heim­ilda en eng­um í áhöfn var sagt upp vegna þessa, held­ur öll­um skip­verj­um boðið pláss á öðrum skip­um fé­lag­anna.

„Á þessu almanaks­ári hef­ur land­vinnsla aðeins fallið niður í einn dag vegna skorts á hrá­efni. Um þrjú hundruð manns starfa í land­vinnsl­um ÚA og Sam­herja á Ak­ur­eyri og Dal­vík. Skerðing­in í veiðiheim­ild­um á bol­fiski á þessu fisk­veiðiári jafn­gild­ir hátt í tveggja vikna vinnslu í fisk­vinnslu­hús­un­um á Ak­ur­eyri og Dal­vík,“ seg­ir í færsl­unni.

Unnið í frystihúsi Samherja á Dalvík.
Unnið í frysti­húsi Sam­herja á Dal­vík. Ljós­mynd/​Sam­herji

Mark­viss veiðistjórn­un

„Við brugðumst við sam­drætti síðasta árs meðal ann­ars með því að þróa og bæta við vinnsl­una í ufsa og viðtök­ur á mörkuðum voru já­kvæðar. Einnig höf­um við þróað verðmæt­ari afurðir í þorski sem fallið hafa í góðan jarðveg hjá kaup­end­um. Það gef­ur auga­leið að það verður á bratt­ann að sækja á þessu fisk­veiðiári þegar sam­drátt­ur í þorski er svona mik­ill,“ seg­ir Há­kon Þröst­ur Guðmunds­son, á út­gerðarsviði Sam­herja, í færsl­unni.

„Með mark­vissri veiðistjórn­un á liðnu fisk­veiðiári tókst okk­ur að standa við alla gerða samn­inga um af­hend­ingu afurða, sem skipt­ir gríðarlega miklu máli. Síðast en ekki síst, tókst okk­ur að halda úti fullri vinnslu í landi. Þetta á líka við um fiski­skip­in, sem voru gerð út allt árið nema þegar um eðli­legt viðhald var að ræða. Auðvitað mun­um við leita allra leiða til að koma í veg fyr­ir lok­an­ir, brekk­an er að vísu nokkuð bratt­ari en áður,“ seg­ur Há­kon Þröst­ur.

Veiðiheim­ild­ir færðar yfir á sum­ar­veiði

Þá bend­ir Há­kon Þröst­ur á að veiðiheim­ild­ir strand­veiðibáta í þorski hafi verið aukn­ar veru­lega á und­an­förn­um árum, bæði í tonn­um og sem hlut­fall af út­gefn­um veiðiheim­ild­um. Þessi þróun seg­ir hann á skjön við það sem aðrir í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi eru að fást við í ljósi veiðiráðgjaf­ar Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar.

„Þetta hef­ur meðal ann­ars verið rök­stutt með því að verið sé að treysta at­vinnu­sköp­un og auka líf í höfn­um með aukn­um strand­veiðum yfir sum­ar­mánuðina. Þar er ekki nema hálf sag­an sögð. Þessi þróun þýðir ein­fald­lega að heils­árs­störf í sjáv­ar­út­vegi veikj­ast. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er burðarstólpi verðmæta­sköp­un­ar víða á lands­byggðinni, þar sem fólk hef­ur getað treyst á vel launuð störf árið um kring. Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem eru með starf­semi allt árið, eins og á við um Sam­herja og Útgerðarfé­lag Ak­ur­eyr­inga, standa ein­fald­lega frammi fyr­ir því að draga sam­an segl­in með ein­hverj­um hætti. Sjálfsagt eitt­hvað mis­mun­andi eft­ir fyr­ir­tækj­um, en í mín­um huga blasa þess­ar staðreynd­ir við. Því miður,“ út­skýr­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg

Skoða allar landanir »