Harðbaki EA lagt en engum sagt upp

Harðbaki EA hefur verið lagt vegna skorts á aflaheimildum. Miklar …
Harðbaki EA hefur verið lagt vegna skorts á aflaheimildum. Miklar skerðingar hafa átt sér stað undanfarin ár. Ljósmynd/Samherji

Mikil áskorun verður að halda úti fullri starfsemi hjá Samherja og Útgerðarfélagi Akureyringa á yfirstandandi fiskveiðiári vegna þeirra miklu skerðinga sem hafa átt sér stað í útgefnum veiðiheimildum. Hefur Harðbaki EA þegar verið tímabundið lagt við bryggju.

Þetta kemur fram í færslu á vef Samherja.

Þar segir að frá fiskveiðiárinu 2020/2021 til ársins 2022/2023, sem hófst 1. september síðastliðinn, hafa veiðiheimildir félaganna í þorski dregist saman um nærri fimmtung, eða um 3.800 tonn.

Bara nú við fiskveiðiáramótin voru heimildir í þorski skertar um 1.220 tonn eða 6,3%. Þá minnkuðu heimildir í gullkarfa um 20%, djúpkarfa um 21% og ufsa um 8%.

Ígildi tveggja vikna vinnslu

Togaranum Harðbak EA hefur verið lagt tímabundið vegna skertra heimilda en engum í áhöfn var sagt upp vegna þessa, heldur öllum skipverjum boðið pláss á öðrum skipum félaganna.

„Á þessu almanaksári hefur landvinnsla aðeins fallið niður í einn dag vegna skorts á hráefni. Um þrjú hundruð manns starfa í landvinnslum ÚA og Samherja á Akureyri og Dalvík. Skerðingin í veiðiheimildum á bolfiski á þessu fiskveiðiári jafngildir hátt í tveggja vikna vinnslu í fiskvinnsluhúsunum á Akureyri og Dalvík,“ segir í færslunni.

Unnið í frystihúsi Samherja á Dalvík.
Unnið í frystihúsi Samherja á Dalvík. Ljósmynd/Samherji

Markviss veiðistjórnun

„Við brugðumst við samdrætti síðasta árs meðal annars með því að þróa og bæta við vinnsluna í ufsa og viðtökur á mörkuðum voru jákvæðar. Einnig höfum við þróað verðmætari afurðir í þorski sem fallið hafa í góðan jarðveg hjá kaupendum. Það gefur augaleið að það verður á brattann að sækja á þessu fiskveiðiári þegar samdráttur í þorski er svona mikill,“ segir Hákon Þröstur Guðmundsson, á útgerðarsviði Samherja, í færslunni.

„Með markvissri veiðistjórnun á liðnu fiskveiðiári tókst okkur að standa við alla gerða samninga um afhendingu afurða, sem skiptir gríðarlega miklu máli. Síðast en ekki síst, tókst okkur að halda úti fullri vinnslu í landi. Þetta á líka við um fiskiskipin, sem voru gerð út allt árið nema þegar um eðlilegt viðhald var að ræða. Auðvitað munum við leita allra leiða til að koma í veg fyrir lokanir, brekkan er að vísu nokkuð brattari en áður,“ segur Hákon Þröstur.

Veiðiheimildir færðar yfir á sumarveiði

Þá bendir Hákon Þröstur á að veiðiheimildir strandveiðibáta í þorski hafi verið auknar verulega á undanförnum árum, bæði í tonnum og sem hlutfall af útgefnum veiðiheimildum. Þessi þróun segir hann á skjön við það sem aðrir í íslenskum sjávarútvegi eru að fást við í ljósi veiðiráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar.

„Þetta hefur meðal annars verið rökstutt með því að verið sé að treysta atvinnusköpun og auka líf í höfnum með auknum strandveiðum yfir sumarmánuðina. Þar er ekki nema hálf sagan sögð. Þessi þróun þýðir einfaldlega að heilsársstörf í sjávarútvegi veikjast. Sjávarútvegurinn er burðarstólpi verðmætasköpunar víða á landsbyggðinni, þar sem fólk hefur getað treyst á vel launuð störf árið um kring. Sjávarútvegsfyrirtæki sem eru með starfsemi allt árið, eins og á við um Samherja og Útgerðarfélag Akureyringa, standa einfaldlega frammi fyrir því að draga saman seglin með einhverjum hætti. Sjálfsagt eitthvað mismunandi eftir fyrirtækjum, en í mínum huga blasa þessar staðreyndir við. Því miður,“ útskýrir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »