Leggur til 36% hækkun veiðigjalda

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, leggur til að veiðigjöld hækki um 2,5 …
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, leggur til að veiðigjöld hækki um 2,5 milljarða á næsta ári og að hækkunin leggist aðallega á uppsjávarútgerðirnar. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra, legg­ur til að veiðigjald hækki á næsta ári um 2,5 millj­arða króna á nafn­v­irði miðað við nú­ver­andi áætl­un næsta árs. Hækk­un­in leggst aðallega á upp­sjáv­ar­út­gerðirn­ar sem veiða síld, loðnu, kol­munna og mak­ríl og er gert ráð fyr­ir að þær greiði 2,3 millj­arða króna á ár­inu 2023 í stað þeirra 700 millj­óna sem þær myndu greiða að óbreyttu.

Á grund­velli gild­andi laga myndu út­gerðirn­ar greiða í rík­is­sjóð sjö millj­arða króna í veiðigjöld á næsta ári en samþykk­ir Alþingi breyt­ing­una munu þær greiða 9,5 millj­arða. Hækk­un­in nem­ur því tæp­lega 36%.

Þetta kem­ur fram í grein­ar­gerð frum­varps um breyt­ingu á lög­um um veiðigjald sem birt hef­ur verið á vef Alþing­is.

Hækk­ar en lækk­ar svo

Full­yrt er að samþykkt frum­varps­ins auki stöðug­leika í upp­hæð veiðigjalds og er lagt til að „séu skatta­leg­ar fyrn­ing­ar sam­tals hærri en 20% af fyrn­ing­ar­grunni að viðbætt­um 200 millj. kr. skuli Skatt­ur­inn dreifa því sem um­fram er á næstu fimm ár. Áætluð vaxta­gjöld skulu nema sömu fjár­hæð og þær fyrn­ing­ar sem lagðar eru til grund­vall­ar út­reikn­ingi á veiðigjaldi á ári hverju.“

Breyt­ing­in hef­ur í för með sér að „veiðigjald næstu ára verður hærra en áætlað var vegna þaks­ins en lægra árin þar á eft­ir, verði ekki gerðar frek­ari breyt­ing­ar á lög­um um veiðigjald, þar sem fyrn­ing­ar sem að óbreyttu kæmu að fullu til frá­drátt­ar rekstr­ar­kostnaði ein­stakra fyr­ir­tækja næstu eitt til tvö árin dreifast yfir á fleiri ár og verða í gangi í allt að fimm ár,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg

Skoða allar landanir »