Arnarlax sektað um 120 milljónir

Höfuðstöðvar og aðalstarfsstöð Arnarlax á Bíldudal.
Höfuðstöðvar og aðalstarfsstöð Arnarlax á Bíldudal. Ljósmynd/Arnarlax

Mat­væla­stofn­un hef­ur lagt 120 millj­óna kr. stjórn­valds­sekt á Arn­ar­lax ehf. fyr­ir að hafa brotið gegn skyldu um að til­kynna um strok á fiski og beita sér fyr­ir veiðum á strok­fiski.

Við slátrun úr sjókví 11 við Haga­nes í Arnar­f­irði í októ­ber síðastliðnum varð ljóst að fyr­ir­tækið gat ekki gert grein fyr­ir af­drif­um 81.564 laxa hið minnsta að sögn MAST

Alls hafði 132.976 löx­um verið komið fyr­ir í kvínni í októ­ber 2020 og júlí 2021. Skráð af­föll voru 33.097 fisk­ar en í októ­ber 2022, þegar slátrun var lokið úr kvínni, reynd­ist fjöld­inn sem kom upp úr kvínni hins veg­ar vera aðeins 18.315 lax­ar, seg­ir í til­kynn­ingu. 

Veru­leg frá­vik í fóður­gjöf

„Kví 11 hef­ur áður verið til um­fjöll­un­ar en Arn­ar­lax til­kynnti í ág­ústlok 2021 að gat hefði fund­ist á um­ræddri sjókví. Þá voru viðbrögð fyr­ir­tæk­is­ins í sam­ræmi við kröf­ur sem gerðar eru þegar slík­ir at­b­urðir eiga sér stað.

Þegar töl­ur úr slátr­un­inni í októ­ber sl. lágu fyr­ir og ljóst var að ekki var hægt að gera grein fyr­ir af­drif­um rúm­lega 80 þúsund laxa, hóf MAST strax rann­sókn og krafði Arn­ar­lax meðal ann­ars um skýr­ing­ar á mis­ræmi í fóður­gjöf m.v. upp­gef­inn fjölda fiska í kvínni. Kom þá í ljós að veru­leg frá­vik höfðu orðið í fóður­gjöf í kví 11 frá því í júní 2021, eða tveim­ur mánuðum áður en til­kynnt var um gat á kvínni síðastliðið sum­ar, sem hefðu átt að vekja sterk­ar grun­semd­ir fyr­ir­tæk­is­ins um að eitt­hvað al­var­legt væri á seyði,“ seg­ir MAST.

Þá kem­ur fram að sam­kvæmt 1. gr. laga um fisk­eldi séu mark­mið lag­anna meðal ann­ars þau að stuðla að ábyrgu fisk­eldi og tryggja vernd­un villtra nytja­stofna og tel­ur Mat­væla­stofn­un að um al­var­legt brot sé að ræða, bæði út frá um­fangi og hættu fyr­ir villta nytja­stofna og líf­ríki, sem og að um er ræða brot sem hefði verið hægt að koma í veg fyr­ir með betri stjórn og innra eft­ir­liti fyr­ir­tæk­is­ins.

„Mat­væla­stofn­un tel­ur aðgæslu­leysi Arn­ar­lax hafi verið víta­vert og af­leiðing­ar þess mjög al­var­leg­ar.

Sam­kvæmt sömu lög­um get­ur Mat­væla­stofn­un lagt stjórn­valds­sekt á þá aðila sem brjóta gegn skyldu um að til­kynna um strok á fiski og beita sér fyr­ir veiðum á strok­fiski, hvort sem um­rædd brot megi rekja til ásetn­ings eða gá­leys­is. Jafn­framt seg­ir í lög­un­um að við ákvörðun sekt­ar skuli m.a. tekið til­lit til al­var­leika brots, hvað það hafi staðið lengi og þeirra hags­muna sem eru í húfi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 1.709 kg
Þorskur 588 kg
Steinbítur 453 kg
Ýsa 172 kg
Sandkoli 41 kg
Þykkvalúra 26 kg
Samtals 2.989 kg
31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 1.709 kg
Þorskur 588 kg
Steinbítur 453 kg
Ýsa 172 kg
Sandkoli 41 kg
Þykkvalúra 26 kg
Samtals 2.989 kg
31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »