SFS styður frumvarp Svandísar um veiðigjöld

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir óheppilegt að veiðigjöld hafi …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir óheppilegt að veiðigjöld hafi sveiflast mikið vegna skattalegrar fyrningu fárra skipa. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) styður þær breyt­ing­ar á veiðigjaldi sem Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra, hef­ur lagt til í frum­varpi sínu, seg­ir Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS. Þá sé mik­il­vægt að lög nái þeim mark­miðum sem stefnt er að og end­ur­spegli vilja lög­gjaf­ans, seg­ir hún.

Frum­varpið sem um ræður fel­ur í sér að þak verði sett á fyrn­ing­ar skipa og skips­búnaðar sem geta komið til frá­drátt­ar við út­reikn­ing á reikni­stofni veiðigjalds. Áhrif þess eru að út­gerðirn­ar munu á næsta ári þurfa að greiða 2,5 millj­arða meira í veiðigjöld en við óbreytt ástand. Þá mun megnið af um­ræddri upp­hæð lenda á upp­sjáv­ar­út­gerðum sem þurfa þá að greiða 2,3 millj­arða í stað 700 millj­óna króna.

Heiðrún Lind seg­ir SFS taka und­ir þau sjón­ar­mið sem lýst er í grein­ar­gerð frum­varps­ins þar sem fram kem­ur að skatta­leg­ar flýtifyrn­ing­ar hafa skapað meiri sveifl­ur í reikni­stofni veiðigjalds á milli ára en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir. Tel­ur hún óheppi­legt að mikl­ar sveifl­ur í veiðigjaldi megi rekja til fyrn­ingu fárra skipa.

Mik­il­vægt er að finna far­sæla lausn á þess­um vanda og þess vegna styður SFS þær breyt­ing­ar sem lagðar eru til, seg­ir hún.

Verði frum­varpið að lög­um munu skatta­leg­ar fyrn­ing­ar sem sam­tals eru hærri en 20% af fyrn­ing­ar­grunni að viðbætt­um 200 millj­ón­um verða dreift yfir næstu fimm ár. Vegna þessa verða veiðigjöld­hærri næstu ár en áætlað hef­ur verið en síðan lægri þar á eft­ir, að því er seg­ir í grein­ar­gerð frum­varps­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.672 kg
Þorskur 448 kg
Samtals 3.120 kg
1.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.340 kg
Ýsa 420 kg
Þorskur 343 kg
Skarkoli 165 kg
Grásleppa 71 kg
Sandkoli 67 kg
Samtals 6.406 kg
1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.672 kg
Þorskur 448 kg
Samtals 3.120 kg
1.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.340 kg
Ýsa 420 kg
Þorskur 343 kg
Skarkoli 165 kg
Grásleppa 71 kg
Sandkoli 67 kg
Samtals 6.406 kg
1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg

Skoða allar landanir »

Loka