Vilhelm Þorsteinsson EA var á leið til hafnar með 900 tonn af síld af miðunum austur af landinu þegar skipið strandaði skammt frá höfninni í Neskaupstað um klukkan eitt í dag. Var björgunarskipið Hafbjörg kallað út og kom einnig uppsjávarskipið Bari NK til aðstoðar.
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var gott veður var á svæðinu og því gekk vel að aðstoða skipið og koma því í tog og dróg BArði Vilhelm af strandstað. „Staðan var alltaf metin örugg. Þetta gekk hratt og vel fyrir sig,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslu Íslands.
Nú er verið að koma Vilhelmi til hafnar en ekki liggja fyrir upplýsingar um skemmdir á skipinu. Skipið er meðal nýjustu skipum landsins og er flaggskip Samherja.
Fram að þessu atviki gekk túrinn vel ef marka má orð Guðmundar Þ. Jónssonar, skipstjóra á Vilhelm Þorsteinssyni, í færslu á vef Síldarvinnslunnar sem birt var fyrr í dag.
„Við fengum aflann í einum fimm holum á Rauða torginu. Það er ekki mikið af síld að sjá á þessum slóðum en hún er þarna í smátorfum. Athyglisvert er að töluvert er af íslenskri sumargotssíld í aflanum og það er ánægjulegt að sjá að sú síld virðist vera að rétta verulega úr kútnum austur af landinu. Við vorum eina íslenska skipið á þessum slóðum en þarna voru hins vegar Færeyingar,“ sagði hann í færslunni.
Túrinn markar lok síldarveiða skipsisn en það er búið að klára kvótann. „Ég gæti trúað að haldið verði til kolmunnaveiða eftir áramótin og svo er það auðvitað loðnan.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |