Brim sendir frá sér yfirlýsingu

Höfuðstöðvar Brims.
Höfuðstöðvar Brims. mbl.is/Hari

„Brimi þykir miður hvernig mál fyrrum starfsmanns félagsins hafa þróast en hann var sjómaður um borð á skipi félagsins á sjó úti þegar fréttir bárust af sorglegum atburði á Blönduósi fyrr á árinu þar sem fjölskylduvinir sjómannsins voru fórnarlamb árásar.“

Þetta segir í yfirlýsingu frá Brimi hf., sem barst nú í kvöld í kjölfar umfjöllunar um Boga Theodór Ellertsson sjómann.

Hann sagði farir sínar ekki sléttar eftir að hafa fengið taugaáfall úti á sjó þegar hann fékk fregnir af því að æskuvinur hans lægi milli heims og helju eftir árás á Blönduósi í lok ágúst, þar sem kona hans var myrt.

Skjáskot/RÚV

Röð áfalla dunið á Boga

Bogi sagði útgerðarfélagið ekki hafa tekið mark á tveimur veikindavottorðum lækna í viðtali við RÚV, sem staðfest hefðu taugaáfall, en undanfarin ár hefur röð áfalla dunið á Boga og hann bitið á jaxlinn að sjómanna sið, en þegar árásin var gerð á Blönduósi gat hann ekki meir. 

„Brim harmar að verkferlar félagsins hafi brugðist í þessu máli. Mikilvægt er að fyrirtækið sýni starfsfólki og aðstendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í þessu tilviki. Brim mun endurskoða verkferla félagsins og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks.

Að öðru leyti mun Brim ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna félagsins,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni, en áður hafði blaðamaður mbl.is reynt að ná sambandi við Guðmund Kristjánsson forstjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.8.24 460,03 kr/kg
Þorskur, slægður 26.8.24 435,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.8.24 214,81 kr/kg
Ýsa, slægð 26.8.24 189,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.8.24 197,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.8.24 236,42 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.8.24 196,92 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.8.24 246,57 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.8.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.277 kg
Ýsa 1.551 kg
Steinbítur 392 kg
Keila 51 kg
Samtals 5.271 kg
26.8.24 Jökla ST 200 Handfæri
Þorskur 1.120 kg
Samtals 1.120 kg
26.8.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Steinbítur 455 kg
Ýsa 362 kg
Þorskur 106 kg
Hlýri 20 kg
Karfi 5 kg
Keila 4 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 954 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.8.24 460,03 kr/kg
Þorskur, slægður 26.8.24 435,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.8.24 214,81 kr/kg
Ýsa, slægð 26.8.24 189,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.8.24 197,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.8.24 236,42 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.8.24 196,92 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.8.24 246,57 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.8.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.277 kg
Ýsa 1.551 kg
Steinbítur 392 kg
Keila 51 kg
Samtals 5.271 kg
26.8.24 Jökla ST 200 Handfæri
Þorskur 1.120 kg
Samtals 1.120 kg
26.8.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Steinbítur 455 kg
Ýsa 362 kg
Þorskur 106 kg
Hlýri 20 kg
Karfi 5 kg
Keila 4 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 954 kg

Skoða allar landanir »