Loðnumælingin ekki marktæk

Guðmundur J. Óskarsson.
Guðmundur J. Óskarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla vegna loðnuvertíðarinnar sem nú er nýhafin verður ekki endurskoðuð á grundvelli niðurstaðna sérstaks desemberleiðangurs stofnunarinnar þar sem mælingin þykir ekki marktæk. Þetta segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Farið var í umræddan leiðangur vegna mikils misræmis milli mælinga á ungloðnu haustið 2021 og mælinga síðastliðið haust sem leiddi til þess að ráðgjöfin nam 218.400 tonnum. Það er næstum helmingur þess sem gert var ráð fyrir.

Guðmundur segir að í leiðangrinum sem er nýlokið hafi hafís aftrað yfirferð skipanna úti fyrir Vestfjörðum og norðvesturmiðum. „Það var lítið af loðnu komið inn á svæðið enn sem komið er. Það var loðnu að finna úti fyrir Vestfjörðum og með kantinum allt austur að Kolbeinseyjarhrygg en lítið austan við hann. Þannig var nær enga loðnu að sjá hjá Beiti á norðaustursvæðinu. Fyrir vestan var loðnutorfur til að mynda að finna í námunda við ísröndina. Við gerum því ráð fyrir að loðnan sé ekki gengin að norðan nema að litlu leyti og sé enn að finna undir ísnum. Það var því mat okkar að mælingin gæfi ekki marktæka mynd af stærð veiðistofnsins og veiðiráðgjöfin fyrir komandi vertíð yrði því ekki endurskoðuð út frá þessum niðurstöðum.“

Beitir NK, sem tók þátt í leiðangrinum, hóf loðnuveiðar nýverið og kom með fyrstu 1.300 tonnin til löndunar í Neskaupstað á þriðjudag. Aflinn er unninn í nýrri verksmiðju Síldarvinnslunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 606,34 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 247,20 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 380,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 606,34 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 247,20 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 380,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »