„Umhyggja og kærleikur er jú boðskapur jólanna“

Umhyggja og kærleikur er ekki síður mikilvægir þættir um borð …
Umhyggja og kærleikur er ekki síður mikilvægir þættir um borð í fiskiskipum, að sögn Einars Magnúsar Magnúsarsonar. mbl.is/Þorgeir

Tólfta og síðasta forvarnarspjaldið undir merkjum 12 hnúta hefur verið gefið út. Að þessu sinni er fjallað um þá hættu sem stafa getur af skorti á nærgætni og virðingu fyrir samstarfsfólki.

„Umhyggja og kærleikur er jú boðskapur jólanna og því eiga þessi skilaboð vel við núna en reyndar eiga þau alltaf vel við,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur á öryggis- og fræðsludeild hjá Samgöngustofu.

„Virðingarleysi fyrir félögum“ er fyrirsögn tólfta spjaldsins og er vakin athygli á að í fyrirbyggjandi aðgerðum skuli leggja áherslu á að fólk beri virðingu fyrir tilfinningum, skoðunum og persónugerð annarra. Sýni nýliðum, ungmennum og starfsfólki af erlendum uppruna sérstaka tillitsemi og uppræti allt baktal, lítillækkun, einelti og hverskonar ofbeldi og áreiti. Bent er á að með því að gera lítið úr öðrum er maður í raun að lítillækka sjálfan sig.

Tólfta spjaldið í röð 12 hnúta.
Tólfta spjaldið í röð 12 hnúta. Mynd/Samgöngustofa

Sjálfstraustið mikilvægt

Í síðasta mánuði kom ellefta spjaldið út en þar var lögð áhersla á mikilvægi þess að sjómenn þurfa að vera óhræddir við að leiðrétta eða benda á mögulega betri leiðir og hafi sjálfstraust til að sýna frumkvæði í öryggismálum.

„Að þora ekki að leiðrétta, segja skoðun sína og benda á betri leiðir getur leitt til alvarlegri afleiðinga en ella. Í veggspjaldi númer 11 í röð 12 hnúta er tekið einmitt á þessari hættu að fólk þori ekki að leggja fram ábendingar um eitthvað sem betur má fara. Að viðkomandi skorti sjálfstraust til þess,“ segir í lýsingu ellefta spjaldsins.

Ellefta spjaldið í röð 12 hnúta.
Ellefta spjaldið í röð 12 hnúta. Mynd/Samgöngustofa

Verkefnið 12 hnútar er listi yfir tólf algenga þætti sem geta leitt til slysa eða atvika til sjós. Fjölmargir hagaðilar taka þátt í verkefninu og voru gefin út tólf veggspjöld á árinu 2022 sem miða að því að auka vitund og umræðu um öryggismál sjófarenda.

Þá er verkefnið unnið með helstu sérfræðingum í öryggismálum sjómanna, sem eru skólastjóri, kennarar og leiðbeinendur Slysavarnaskóla sjómanna. Einar Magnús segist mjög þakklátur fyrir aðkomu þeirra. „Dreifing og kynning á þessu er mjög mikilvæg og getur leitt til mun betri öryggismenningar á sjó.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 424,65 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 604,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 267,07 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 142,93 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 140,01 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 270,05 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 57 kg
Steinbítur 47 kg
Hlýri 6 kg
Skötuselur 6 kg
Langa 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 123 kg
7.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 3.221 kg
Þorskur 50 kg
Samtals 3.271 kg
7.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 3.493 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 3.670 kg
7.5.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 3.064 kg
Þorskur 180 kg
Samtals 3.244 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 424,65 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 604,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 267,07 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 142,93 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 140,01 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 270,05 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 57 kg
Steinbítur 47 kg
Hlýri 6 kg
Skötuselur 6 kg
Langa 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 123 kg
7.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 3.221 kg
Þorskur 50 kg
Samtals 3.271 kg
7.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 3.493 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 3.670 kg
7.5.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 3.064 kg
Þorskur 180 kg
Samtals 3.244 kg

Skoða allar landanir »