Mældu stærri þorskstofn

Stofnvísitala þorsks hækkar, aðallega vegna þess hve mikið er um …
Stofnvísitala þorsks hækkar, aðallega vegna þess hve mikið er um stóra þorska. Sjálfrán virðist hafa aukist um þriðjung í 6%. mbl.is/Sigurður Bogi

Stofnvísitala þorsks hækkar í ár samkvæmt niðurstöðum stofnmælingar botnfiska að haustlagi, svokallað haustrall. Rekja má hækkunina til þess að meira sé af stórum þorski og vekur athygli að sjálfrán (þegar þorskur étur þorsk) virðist hafa aukist.

Niðurstaða haustrallsins hefur verið birt á vef Hafrannsóknastofnunar. Þar segir að hækkun stofnvísitölu þorsks komi eftir töluverða lækkun árin 2018 til 2021 og að hækkunina megi rekja til þess að vísitala 80 sentímetra og stærri þorsks var yfir meðaltali rannsóknartímabilsins.

Þá segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar að „stofnvísitala ýsu er með þeim hæstu síðan mælingar hófust og sama á við um vísitölu gulllax sem er sú hæsta sem mælst hefur í haustralli. Hins vegar eru vísitölur ufsa, grálúðu og blálöngu lágar eins og undangengin ár. Vísitala gullkarfa hefur lækkað töluvert frá hámarkinu árið 2017, en er svipuð í ár og undanfarin tvö ár. Vísitala djúpkarfa hefur haldist svipuð í um tuttugu ár.“

Grásleppu landað á Húsavík.
Grásleppu landað á Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Vakin er athygli á að vísitala nokkurra stofna eru í sögulegu lágmarki og á það við hlýra, hrognkelsi (grásleppa), sandkola, skrápflúru, slétthala og tindaskötu. Vísitölur flestra brjóskfiska lækkuðu eða stóðu í stað frá fyrra ári samkvæmt niðurstöðunum og vísitölur flestra annarra djúpfiskategunda voru undir langtímameðaltali.

Leiðangurinn fór fram dagana 1. til 27. október síðastliðinn og hefur verkefnið verið framkvæmt með sambærilegum hætti ár hvert frá 1996. Alls fengust um 140 fisktegundir í ár, þar á meðal þverhyrna sem er ný tegund í efnahagslögsögunni.

Stór þorskur

Sem fyrr segir hækkar stofnvísitala þorsks en í marsralli var þróun stofnvísitölu þorsks mjög svipuð 2018‐2020. Í marsralli hækkaði vísitalan árið 2021 og hélst svipuð í ár.

Í niðurstöðum segir að „vísitala ársgamals þorsks(árgangur 2021) er undir langtímameðaltali (meðaltal fjölda 1 árs árin 1996‐2022). Það fer saman við niðurstöður í marsralli sem bentu einnig til þess að árgangurinn væri undir meðalstærð. Vísitala 2 ára (árgangur 2020) er einnig undir meðaltali líkt og í fyrra sem ársgamall þorskur. Sá árgangur mældist sem 0 grúppa (á fyrsta aldursári) langt yfir meðaltali. Hins vegar hefur 3 ára þorskur (árgangur 2019) mælst yfir meðaltali undanfarin ár þrátt fyrir að hafa verið einungis meðalárangur í fyrstu mælingu (0 grúppa). Fjöldavísitölur fjögurra og sex ára þorsks eru undir eða nálægt langtímameðaltali. Aftur á móti eru vísitölur sjö ára og eldri þorsks yfir langtímameðaltali.“

Fram kemur að í haustrallinu hafi mest fengist af þorksi djúpt norðvestur, norður og austur af landinu en afli var meiri suðaustan lands og í Faxaflóa en í fyrra. Þá var meðalþyngd 1, 2 og 3 ára þorsks undir meðaltali áranna 1996‐2022 en meðalþyngd annarra aldurshópa er um eða yfir meðaltali.

Hafrannsóknastofnun segir yngri árgangana ekki stóra.
Hafrannsóknastofnun segir yngri árgangana ekki stóra. mbl.is/Sigurður Bogi

Minni loðna og meira sjálfrán

„Fæða þorsks að hausti er fjölbreytt og mismunandi milli stærðarflokka. Á árunum 1996‐2002 var loðna mikilvægasta fæða 26‐85 cm þorsks en hlutdeild hennar hefur minnkað mikið á síðari árum. Í ár var hlutdeild loðnu með minna móti og fannst hún einkum í mögum þorsks djúpt norðvestur af landinu. Hlutdeild rækju í fæðu hefur verið lítil undanfarin ár en rækja var áður mikilvæg fæða, sérstaklega hjá 26‐85 cm þorski. Hjá 56‐85 cm þorski hefur ísrækja oft verið algeng fæða en hlutdeild hennar hefur minnkað mikið undanfarin ár. Uppistaða fæðu þorsks stærri en 85 cm eru fiskar eins og síld og kolmunni. Af annarri fæðu þorsks má helst nefna ljósátu, kambhveljur, síli og ýsu.“

Athygli vekur að sjálfrán 86 til 115 sentímetra þorsks mældist í haustrallinu 6% en hefur að meðaltali verið 4,5% og kann því sjálfrán tegundarinnar hafa aukist um þriðjung. Fram kemur að þorskur er yfirleitt innan við 1% af fæðu 26 til 85 sentímetra þorsks í október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »